Gerendur taki ábyrgð á sjálfum sér 15. desember 2011 06:00 Ég er ein af þeim manneskjum sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi sem barn. Eins og svo oft tengdist gerandinn inn í fjölskylduna mína. Ég er líka dæmigerður þolandi sem tók á sig ábyrgðina á ofbeldinu, bar sökina og skömmina í hljóði. Ég réði ekkert við að burðast með ljótu sjálfsmyndina mína en hafði bara alls ekki hugmynd um það. Vissi ekki að ég yfirgaf sjálfa mig daginn sem ofbeldið hófst, hætti að lifa en varð snillingur í að lifa af. Ég afbar það einfaldlega ekki að vera ljóta ég. Mín leið til að þrauka gegnum líf mitt var að gera öðrum lífið bærilegt. Gleyma sjálfri mér í lífi fólksins í kringum mig, drekka í mig þakklæti þess og safna þeim prikum í sarpinn minn. En það var sama hversu þakklætis- og viðurkenningarprikin mín urðu mörg, þau gerðu aldrei misheppnuðu mig að fallegri manneskju. Þannig upplifði ég líf mitt fram að þrítugu, þegar ég loks hrundi og fékk hjálp. Þá komst ég ekki lengur hjá því að mæta sjálfri mér. Sem betur fer, því þá sá ég að litla ljóta barnið ég hefur aldrei verið til. Og að það er ekkert athugavert við mig. Sá sem framdi á mér ofbeldi þegar ég var lítið barn notaði á mig sömu aðferð og allir gera sem meiða börn. Kom ábyrgðinni á því yfir á mig og kom því rækilega til skila að ef ég vogaði mér nokkurn tímann að segja frá þá kæmust allir að því hve vond manneskja ég væri. Mér yrði úthýst af þeim sem ég elskaði. Það er ekkert skrýtið að ég skuli hafa yfirgefið sjálfa mig sem barn. Þvílíkur léttir að segja frá og skila ofbeldinu heim til sín. Geta talað um líf mitt eins og það raunverulega var. Vera aftur ég sjálf, með tilfinningar, væntingar og alvöru bros. Allt breyttist og það fóru að vaxa falleg blóm í garðinum mínum. Líka þótt sumt af því gerðist sem gerandinn hótaði mér ef ég segði frá. Mér var úthýst af fólki sem ég elskaði. Sumir lokuðu strax á mig og sögðu að ég væri klikkuð, vond og lygin. Það var mikið sjokk. Aðrir komu því til skila að ég ætti stuðning þeirra, ef ég gerði ekki þá kröfu að saga mín hefði einhver áhrif á líf þeirra. Það þýddi að ég mátti vera ég sjálf í völdum aðstæðum. Ekki þar sem það gat verið óþægilegt fyrir aðra að taka skýra afstöðu með sögu minni. Mér þykir leiðinlegt að segja frá því að ég lét stilla mér svona upp, allt of lengi. En ekki lengur og aldrei framar. Ég á líka yndislegt fólk að, manneskjur sem yfirgáfu mig aldrei fyrir að segja satt og fólk sem hefur komið inn í líf mitt eftir að ég fór að standa með sjálfri mér. Það mikilvægasta er að ég lifi mínu eigin lífi. Sama hvernig það var og er eða hvað aðrir hafa um það að segja. Er það ekki lygilegt að í upplýstu samfélagi skuli ekki enn vera búið að létta þeirri kröfu af þolendum kynferðislegs ofbeldis að þeir burðist með ábyrgð gerendanna? En ég skynja breytingar í loftinu. Breytingar sem skila einhverju til minnar kynslóðar og miklu inn í framtíðina. Ég trúi að í gegnum átökin í umræðunni skilji æ fleiri hversu alvarlegt og algengt kynferðisofbeldi er, hvernig það þrífst í þöggun og hvað það getur þýtt fyrir þolendur að segja frá. Það er líka að síast í gegn hvernig við verðum öll að opna á þann möguleika að okkar eigin ástvinir geti allt eins verið gerendur og þolendur. Að við þurfum að byggja upp kjark til að líta ekki undan þeim veruleika. Svo munstrið haldi ekki áfram inn í framtíðina, í börnunum okkar. Þessi þróun verður samt ekki af sjálfu sér, heldur kristallast í einstaklingsbyltingunum sem eru í gangi. Við þurfum svo mikið á þessum byltingum að halda. Ég sé fólk forherðast í átökunum en sem betur fer sé ég fleiri breytast, læra. Ég skynja framþróun. Svo kemur að því að við getum talað um gerendur án þess að annað hvort upphefja þá í afneitun eða útskúfa þeim sem úrhrökum. Við munum láta þá og leyfa þeim að taka ábyrgð á sjálfum sér. Þá fyrst frelsar samfélagið þolendur undan því hlutverki að bera ábyrgðina fyrir gerendur. Við erum nefnilega hjarðdýr og þótt við þolendur náum því kýrskýrt að ábyrgðin er engan veginn okkar, þá búum við í samfélagi manna sem þarf jafnframt að losa okkur undan þeirri ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Ég er ein af þeim manneskjum sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi sem barn. Eins og svo oft tengdist gerandinn inn í fjölskylduna mína. Ég er líka dæmigerður þolandi sem tók á sig ábyrgðina á ofbeldinu, bar sökina og skömmina í hljóði. Ég réði ekkert við að burðast með ljótu sjálfsmyndina mína en hafði bara alls ekki hugmynd um það. Vissi ekki að ég yfirgaf sjálfa mig daginn sem ofbeldið hófst, hætti að lifa en varð snillingur í að lifa af. Ég afbar það einfaldlega ekki að vera ljóta ég. Mín leið til að þrauka gegnum líf mitt var að gera öðrum lífið bærilegt. Gleyma sjálfri mér í lífi fólksins í kringum mig, drekka í mig þakklæti þess og safna þeim prikum í sarpinn minn. En það var sama hversu þakklætis- og viðurkenningarprikin mín urðu mörg, þau gerðu aldrei misheppnuðu mig að fallegri manneskju. Þannig upplifði ég líf mitt fram að þrítugu, þegar ég loks hrundi og fékk hjálp. Þá komst ég ekki lengur hjá því að mæta sjálfri mér. Sem betur fer, því þá sá ég að litla ljóta barnið ég hefur aldrei verið til. Og að það er ekkert athugavert við mig. Sá sem framdi á mér ofbeldi þegar ég var lítið barn notaði á mig sömu aðferð og allir gera sem meiða börn. Kom ábyrgðinni á því yfir á mig og kom því rækilega til skila að ef ég vogaði mér nokkurn tímann að segja frá þá kæmust allir að því hve vond manneskja ég væri. Mér yrði úthýst af þeim sem ég elskaði. Það er ekkert skrýtið að ég skuli hafa yfirgefið sjálfa mig sem barn. Þvílíkur léttir að segja frá og skila ofbeldinu heim til sín. Geta talað um líf mitt eins og það raunverulega var. Vera aftur ég sjálf, með tilfinningar, væntingar og alvöru bros. Allt breyttist og það fóru að vaxa falleg blóm í garðinum mínum. Líka þótt sumt af því gerðist sem gerandinn hótaði mér ef ég segði frá. Mér var úthýst af fólki sem ég elskaði. Sumir lokuðu strax á mig og sögðu að ég væri klikkuð, vond og lygin. Það var mikið sjokk. Aðrir komu því til skila að ég ætti stuðning þeirra, ef ég gerði ekki þá kröfu að saga mín hefði einhver áhrif á líf þeirra. Það þýddi að ég mátti vera ég sjálf í völdum aðstæðum. Ekki þar sem það gat verið óþægilegt fyrir aðra að taka skýra afstöðu með sögu minni. Mér þykir leiðinlegt að segja frá því að ég lét stilla mér svona upp, allt of lengi. En ekki lengur og aldrei framar. Ég á líka yndislegt fólk að, manneskjur sem yfirgáfu mig aldrei fyrir að segja satt og fólk sem hefur komið inn í líf mitt eftir að ég fór að standa með sjálfri mér. Það mikilvægasta er að ég lifi mínu eigin lífi. Sama hvernig það var og er eða hvað aðrir hafa um það að segja. Er það ekki lygilegt að í upplýstu samfélagi skuli ekki enn vera búið að létta þeirri kröfu af þolendum kynferðislegs ofbeldis að þeir burðist með ábyrgð gerendanna? En ég skynja breytingar í loftinu. Breytingar sem skila einhverju til minnar kynslóðar og miklu inn í framtíðina. Ég trúi að í gegnum átökin í umræðunni skilji æ fleiri hversu alvarlegt og algengt kynferðisofbeldi er, hvernig það þrífst í þöggun og hvað það getur þýtt fyrir þolendur að segja frá. Það er líka að síast í gegn hvernig við verðum öll að opna á þann möguleika að okkar eigin ástvinir geti allt eins verið gerendur og þolendur. Að við þurfum að byggja upp kjark til að líta ekki undan þeim veruleika. Svo munstrið haldi ekki áfram inn í framtíðina, í börnunum okkar. Þessi þróun verður samt ekki af sjálfu sér, heldur kristallast í einstaklingsbyltingunum sem eru í gangi. Við þurfum svo mikið á þessum byltingum að halda. Ég sé fólk forherðast í átökunum en sem betur fer sé ég fleiri breytast, læra. Ég skynja framþróun. Svo kemur að því að við getum talað um gerendur án þess að annað hvort upphefja þá í afneitun eða útskúfa þeim sem úrhrökum. Við munum láta þá og leyfa þeim að taka ábyrgð á sjálfum sér. Þá fyrst frelsar samfélagið þolendur undan því hlutverki að bera ábyrgðina fyrir gerendur. Við erum nefnilega hjarðdýr og þótt við þolendur náum því kýrskýrt að ábyrgðin er engan veginn okkar, þá búum við í samfélagi manna sem þarf jafnframt að losa okkur undan þeirri ábyrgð.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun