Vantrú og HÍ Pétur Björgvin Þorsteinsson skrifar 16. desember 2011 06:00 Nokkur umræða hefur spunnist síðustu daga í kjölfar fréttaflutnings fjölmiðla af málþófi því sem hefur átt sér stað innan veggja HÍ frá því í febrúar 2010. Það er miður að siðanefnd HÍ, háskólayfirvöld og málsaðilar hafi ekki náð samstöðu um að færa málið í málefnalegan farveg. Upphaf þessa máls má rekja til þriggja kærubréfa frá félaginu Vantrú á hendur stundakennaranum Bjarna Randveri Sigurvinssyni, m.a. til siðanefndar HÍ. Viðbrögð siðanefndar HÍ voru þau að reyna að koma málshefjanda og guðfræði- og trúarbragðafræðideild að einhvers konar sáttaborði. Það sem mér þykir furðulegast í því samhengi er að svo virðist sem siðanefnd hafi ekki ætlað sér að bjóða hinum kærða stundakennara að þessu sáttaborði, heldur gert þess í stað ráð fyrir að hvers kyns sættir hlytu að vera bundnar ávítum gegn honum. Óháð rannsóknarnefnd, sem skipuð var til þess að fara yfir þetta mál, gerir í skýrslu sinni sem kom út í haust alvarlegar athugasemdir við það verklag siðanefndar að eiga í óformlegum samskiptum við málshefjanda. Þá er fundið að því að nefndin aflaði ekki á kerfisbundinn hátt upplýsinga um málið og hafi ekki farið eftir 1., 4., 5. og 6. gr. eigin starfsreglna sem jafnframt eru áréttaðar í sjálfum siðareglum skólans. Þrátt fyrir þessi alvarlegu mistök virðist HÍ ekki ætla að bæta Bjarna Randveri það tjón sem hann hefur orðið fyrir. Hver gætir hagsmuna (fræða)samfélagsins?Ég vil ekki trúa því að HÍ hafi ekki metnað til að styðja starfsmann sinn og gæta um leið hagsmuna fræðasamfélagsins í þessu samhengi. HÍ hlýtur að eiga eftir að bregðast frekar við skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Ég spyr hvort það geti verið að ef ekki hefði ítrekað komið til stuðningur háskólaprófessora og kennara úr ýmsum deildum HÍ, þá sætum við sem samfélag uppi með þá staðreynd að geðþótti en ekki fagleg vinnubrögð réðu málalyktum í svona undarlegu máli? Í mínum augum er einstakur kennari ekki án samhengis. Allt efni sem sett er fram á vettvangi háskóla er bæði í fræðilegu samhengi (að baki því eru ákveðnar kenningar fræðimanna, námskeiðslýsing ...) og í stjórnsýslulegu samhengi (að baki kennaranum er deild, svið ...). Siðanefndin er líka í samhengi. Hún er bundin starfsreglum, siðareglum, landslögum og stjórnarskrá. Því hlýtur það að teljast álitshnekkir fyrir HÍ þegar umræða um óánægju utanaðkomandi hóps kemst aldrei í málefnalegan farveg innan stofnunarinnar vegna rangrar málsmeðferðar en fer þess í stað fram að stórum hluta í dagblöðum og á vefnum. Hver eru áhrif þess? Mun það ekki t.d. fæla aðra frá því að koma athugasemdum á framfæri innan háskóla? Vert er að halda því til haga að hinn kærði vildi, frá þeim tímapunkti sem honum var kunnugt um margþætt brot siðanefndarinnar á eigin starfsreglum í málsmeðferð sem virtist mjög hlutdræg, að skipuð yrði ný siðanefnd til að tryggja faglega málsmeðferð. Til þess kom ekki enda vildi siðanefndin ekki víkja vegna vanhæfis og Vantrú gat ekki hugsað sér nýja siðanefnd. Fyrir vikið fékk kæra Vantrúar aldrei málefnalega umfjöllun á vettvangi siðanefndar HÍ, þar sem félagið dró hana til baka eftir að átök höfðu staðið yfir á annað ár, m.a. um hæfi siðanefndar. Það er miður, því að hagsmunum fræðasamfélagsins sem og almennings í landinu hlýtur að vera best borgið þegar hvers konar ágreiningur fær málefnalega umfjöllun, hvort sem hún felst í því að kæru sé vikið frá eða hún tekin til efnislegrar meðferðar í samræmi við starfsreglur siðanefndar. Fólki er brugðiðUpp úr stendur að fjölda fólks er verulega brugðið yfir því öngstræti sem þetta mál hefur ratað í. Mér þykir mjög miður að það skuli snúast um persónu stundakennarans. Bjarni Randver Sigurvinsson fær þá einkunn hjá langflestu af samferðafólki sínu að hann sé einstaklega samviskusamur og að þekking hans sé yfirgripsmikil. Af því sem ég þekki Bjarna Randver á ég ekki von á því að hann telji að allt efni sem frá honum komi sé fullkomið, enda maðurinn sér meðvitaður um annmarka eigin fræðasviðs auk þess sem hann hvetur nemendur sína bæði munnlega og skriflega til að meta allt sem frá honum kemur með gagnrýnu hugarfari. Hann hafnar því hins vegar alfarið að hann hafi gerst brotlegur við siðareglur HÍ og er fjöldi háskólakennara sammála honum þar. Hvert fræðasvið hefur sína annmarka og snýr þróun fræðanna jú sífellt að því að fengist er við þessa annmarka. Með rannsóknum og ritrýni, sem og öllum öðrum þeim tækjum sem fræðimennskunni stendur til boða, leitast fræðimaðurinn við á hverjum tíma að þróa fræðin og bæta nýrri þekkingu í sarpinn. Að ráðist sé á persónu fræðimannsins vegna þess að einhver sé ósáttur við aðferðir viðkomandi fræðigreinar er aðför að háskólastarfi í landinu. Við það verður ekki unað. Höfundur er einn þeirra sem staðið hafa fyrir fjársöfnun til stuðnings Bjarna Randver. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur spunnist síðustu daga í kjölfar fréttaflutnings fjölmiðla af málþófi því sem hefur átt sér stað innan veggja HÍ frá því í febrúar 2010. Það er miður að siðanefnd HÍ, háskólayfirvöld og málsaðilar hafi ekki náð samstöðu um að færa málið í málefnalegan farveg. Upphaf þessa máls má rekja til þriggja kærubréfa frá félaginu Vantrú á hendur stundakennaranum Bjarna Randveri Sigurvinssyni, m.a. til siðanefndar HÍ. Viðbrögð siðanefndar HÍ voru þau að reyna að koma málshefjanda og guðfræði- og trúarbragðafræðideild að einhvers konar sáttaborði. Það sem mér þykir furðulegast í því samhengi er að svo virðist sem siðanefnd hafi ekki ætlað sér að bjóða hinum kærða stundakennara að þessu sáttaborði, heldur gert þess í stað ráð fyrir að hvers kyns sættir hlytu að vera bundnar ávítum gegn honum. Óháð rannsóknarnefnd, sem skipuð var til þess að fara yfir þetta mál, gerir í skýrslu sinni sem kom út í haust alvarlegar athugasemdir við það verklag siðanefndar að eiga í óformlegum samskiptum við málshefjanda. Þá er fundið að því að nefndin aflaði ekki á kerfisbundinn hátt upplýsinga um málið og hafi ekki farið eftir 1., 4., 5. og 6. gr. eigin starfsreglna sem jafnframt eru áréttaðar í sjálfum siðareglum skólans. Þrátt fyrir þessi alvarlegu mistök virðist HÍ ekki ætla að bæta Bjarna Randveri það tjón sem hann hefur orðið fyrir. Hver gætir hagsmuna (fræða)samfélagsins?Ég vil ekki trúa því að HÍ hafi ekki metnað til að styðja starfsmann sinn og gæta um leið hagsmuna fræðasamfélagsins í þessu samhengi. HÍ hlýtur að eiga eftir að bregðast frekar við skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Ég spyr hvort það geti verið að ef ekki hefði ítrekað komið til stuðningur háskólaprófessora og kennara úr ýmsum deildum HÍ, þá sætum við sem samfélag uppi með þá staðreynd að geðþótti en ekki fagleg vinnubrögð réðu málalyktum í svona undarlegu máli? Í mínum augum er einstakur kennari ekki án samhengis. Allt efni sem sett er fram á vettvangi háskóla er bæði í fræðilegu samhengi (að baki því eru ákveðnar kenningar fræðimanna, námskeiðslýsing ...) og í stjórnsýslulegu samhengi (að baki kennaranum er deild, svið ...). Siðanefndin er líka í samhengi. Hún er bundin starfsreglum, siðareglum, landslögum og stjórnarskrá. Því hlýtur það að teljast álitshnekkir fyrir HÍ þegar umræða um óánægju utanaðkomandi hóps kemst aldrei í málefnalegan farveg innan stofnunarinnar vegna rangrar málsmeðferðar en fer þess í stað fram að stórum hluta í dagblöðum og á vefnum. Hver eru áhrif þess? Mun það ekki t.d. fæla aðra frá því að koma athugasemdum á framfæri innan háskóla? Vert er að halda því til haga að hinn kærði vildi, frá þeim tímapunkti sem honum var kunnugt um margþætt brot siðanefndarinnar á eigin starfsreglum í málsmeðferð sem virtist mjög hlutdræg, að skipuð yrði ný siðanefnd til að tryggja faglega málsmeðferð. Til þess kom ekki enda vildi siðanefndin ekki víkja vegna vanhæfis og Vantrú gat ekki hugsað sér nýja siðanefnd. Fyrir vikið fékk kæra Vantrúar aldrei málefnalega umfjöllun á vettvangi siðanefndar HÍ, þar sem félagið dró hana til baka eftir að átök höfðu staðið yfir á annað ár, m.a. um hæfi siðanefndar. Það er miður, því að hagsmunum fræðasamfélagsins sem og almennings í landinu hlýtur að vera best borgið þegar hvers konar ágreiningur fær málefnalega umfjöllun, hvort sem hún felst í því að kæru sé vikið frá eða hún tekin til efnislegrar meðferðar í samræmi við starfsreglur siðanefndar. Fólki er brugðiðUpp úr stendur að fjölda fólks er verulega brugðið yfir því öngstræti sem þetta mál hefur ratað í. Mér þykir mjög miður að það skuli snúast um persónu stundakennarans. Bjarni Randver Sigurvinsson fær þá einkunn hjá langflestu af samferðafólki sínu að hann sé einstaklega samviskusamur og að þekking hans sé yfirgripsmikil. Af því sem ég þekki Bjarna Randver á ég ekki von á því að hann telji að allt efni sem frá honum komi sé fullkomið, enda maðurinn sér meðvitaður um annmarka eigin fræðasviðs auk þess sem hann hvetur nemendur sína bæði munnlega og skriflega til að meta allt sem frá honum kemur með gagnrýnu hugarfari. Hann hafnar því hins vegar alfarið að hann hafi gerst brotlegur við siðareglur HÍ og er fjöldi háskólakennara sammála honum þar. Hvert fræðasvið hefur sína annmarka og snýr þróun fræðanna jú sífellt að því að fengist er við þessa annmarka. Með rannsóknum og ritrýni, sem og öllum öðrum þeim tækjum sem fræðimennskunni stendur til boða, leitast fræðimaðurinn við á hverjum tíma að þróa fræðin og bæta nýrri þekkingu í sarpinn. Að ráðist sé á persónu fræðimannsins vegna þess að einhver sé ósáttur við aðferðir viðkomandi fræðigreinar er aðför að háskólastarfi í landinu. Við það verður ekki unað. Höfundur er einn þeirra sem staðið hafa fyrir fjársöfnun til stuðnings Bjarna Randver.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar