Viðskipti erlent

Atvinnuleysisskáin styttist í Bandaríkjunum

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum dróst saman um 0,4 prósent á milli mánaðanna desember og janúar að því er fram kemur í tölum vinnumálastofnunarinnar þar í landi.

Atvinnuleysið mælist nú níu prósent og er þetta annar mánuðurinn í röð þar sem dregur úr atvinnuleysinu. 36 þúsund ný störf sköpuðust í landinu í janúar, en það er þó mun minna en upphaflegar áætlunir gerðu ráð fyrir en stjórnvöld vonuðust til þess að skapa 140 þúsund ný störf.

Sérfræðingar telja þó margir hverjir að atvinnuleysið sé mun meira, því þeir sem eru atvinnulausir til langframa í Bandaríkjunum hætta að teljast með eftir ákveðinn langan tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×