Viðskipti erlent

Gamlir peningaseðlar seljast eins og heitar lummur

Gamlir peningaseðlar er nú orðnir helsta söluvaran á minjagripamarkaðnum í Zimbawe. Það er einkum 100 trilljóna dollara seðilinn sem er vinsæll en trilljón er milljón milljónir.

Á sínum tíma var vart hægt að kaupa brauðhleif fyrir þennan seðil en nú gengur hann kaupum og sölum fyrir um 700 krópnur stykkið.

Seðla þessa, og aðra með háum upphæðum, má rekja nokkur ár aftur í tímann þegar óðaverðbólgan í Zimbawe mældist í þúsundum prósenta á hverju ári og íbúar landsins þurftu að fara með peningaseðla í sekkjum til að kaupa í matinn.

Eftir 2008 voru níu núll skorin af zimbawe dollaranum og gengi hans fest við Bandaríkjadollarann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×