Viðskipti erlent

Nordea opnar farsímabanka í dag

Nordea bankinn í Danmörku mun í dag opna farsímabanka þ.e. dönskum viðskiptavinum hans gefst nú kostur á að stunda bankaviðskipti sín í gegnum farsíma.

Nordea býður þegar upp á þessa þjónustu í Svíþjóð og Noregi. Hægt er að nýta farsímabankann í gegnum iPhone og Android sem og venjulegar tölvur.

Þessi þjónusta er ekki ný af nálinni í Danmörku því viðskiptavinir Danske Banka hafa getað nýtt sér svipað fyrirkomulag í lengri tíma.

Í fyrstu geta viðskiptavinir Nordea notað farsíma sína til að yfirfæra peninga milli eigin reikninga og yfir í aðra., fylgjast með verði hlutabréfa og fá yfirlit yfir greiðslur sínar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×