Viðskipti erlent

Hagnaður Rio Tinto nam 1.650 milljörðum í fyrra

Námurisinn Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, hagnaðist um 14,3 milljarða dollara á síðasta ári eða ríflega 1.650 milljarða kr. Þetta er nær þreföldun á hagnaði miðað við árið áður þegar hann nam 4,9 milljörðum dollara.

Í umfjöllun BBC um uppgjörið segir að Rio Tinto ætli að greiða hluthöfum sínum 5 milljarða dollara fram til ársins 2012 með endurkaupum á hlutafé.

Tom Albanese forstjóri Rio Tinto segir að rekstur Rio sé öflugur þessa stundina og markaðsaðstæður hagstæðar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×