Viðskipti erlent

Bankamenn ákærðir fyrir 150 milljarða skattsvik

Saksóknari á Manhattan í New York hefur ákært þrjá svissneska bankamenn fyrir að hafa aðstoðað Bandaríkjamenn við skattsvik sem nema um 1,2 milljörðum dollara eða tæplega 150 milljarða króna.

Bankamennirnir eru ákærðir fyrir að hafa aðstoðað yfir 100 Bandaríkjamenn við að fela eignir sýnar fyrir skattyfirvöldum á tímabilinu 2005 til 2010.

Bankamennirnir þrír eru allir búsettir í Sviss og tveir þeirra starfa þar fyrir Wegelin bankann. Í frétt um málið á CNN segir að ekki liggi fyrir hvort eða hvenær farið verið fram á að þeir verði framseldir til Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×