NFL: Tom Brady og félagar fóru illa með Tim Tebow Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2012 11:30 Tom Brady. Mynd/Nordic Photos/Getty Ævintýratímabili Tim Tebow lauk í nótt þegar New England Patriots vann 45-10 yfirburðarsigur á Denver Broncos í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar í ameríska fótboltanum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, fór á kostum og gaf sex snertimarkssendingar í leiknum. Tim Tebow og liðsfélagar hans í Denver Broncos áttu aldrei möguleika í þessum leik en Tom Brady var búinn að gefa fyrstu snertimarkssendingu sína eftir innan við tvær mínútur. Brady setti met í úrslitakeppni NFL með því að gefa fimm slíkar sendingar í fyrri hálfleiknum en New England Patriots var 35-7 yfir í hálfleik. New England Patriots er þá komið í úrslit Ameríkudeildarinnar þar sem liðið mætir annaðhvort Baltimore Ravens eða Houston Texans sem mætast í kvöld. Það er óhætta að segja að Patriots-liðið sé afar líklegt til að komast alla leið í Super Bowl í ár.San Francisco 49ers vann New Orleans Saints 36-32 í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar en það var frábær leikur þar sem liðin skiptust á að taka forystuna á æsispennandi lokamínútum. 49ers komust í 17-0 eftir fjölmörg mistök Saints í upphafi leiks en New Orleans vann sig frábærlega inn í leikinn. Alex Smith, leikstjórnandi 49ers, leit út eins og Joe Montana á lokakafla leiksins og það voru tvær magnaðar sóknir í boði hans sem gerðu út um leikinn. Fyrst skoraði hann sjálfur með óvæntu hlaupi og svo átti hann frábæra snertimarkssendingu á Vernon Davis sem tryggði sigurinn. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, hefur verið í miklum ham upp á síðkastið og var nálægt því að tryggja sínu liði sæti í úrslitum Þjóðardeildarinnar þrátt fyrir að liðið tapaði fimm boltum. Brees átti fjórar snertimarkssendingar og sú síðasta leit út fyrir að ætla að tryggja liðinu sigurinn áður en Alex Smith og félagar "stálu" sigrinum í lokasókninni. San Francisco 49ers mætir annaðhvort Green Bay Packers eða New York Giants í úrslitum Þjóðardeildarinnar en þau lið mætast í kvöld. NFL Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Ævintýratímabili Tim Tebow lauk í nótt þegar New England Patriots vann 45-10 yfirburðarsigur á Denver Broncos í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar í ameríska fótboltanum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, fór á kostum og gaf sex snertimarkssendingar í leiknum. Tim Tebow og liðsfélagar hans í Denver Broncos áttu aldrei möguleika í þessum leik en Tom Brady var búinn að gefa fyrstu snertimarkssendingu sína eftir innan við tvær mínútur. Brady setti met í úrslitakeppni NFL með því að gefa fimm slíkar sendingar í fyrri hálfleiknum en New England Patriots var 35-7 yfir í hálfleik. New England Patriots er þá komið í úrslit Ameríkudeildarinnar þar sem liðið mætir annaðhvort Baltimore Ravens eða Houston Texans sem mætast í kvöld. Það er óhætta að segja að Patriots-liðið sé afar líklegt til að komast alla leið í Super Bowl í ár.San Francisco 49ers vann New Orleans Saints 36-32 í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar en það var frábær leikur þar sem liðin skiptust á að taka forystuna á æsispennandi lokamínútum. 49ers komust í 17-0 eftir fjölmörg mistök Saints í upphafi leiks en New Orleans vann sig frábærlega inn í leikinn. Alex Smith, leikstjórnandi 49ers, leit út eins og Joe Montana á lokakafla leiksins og það voru tvær magnaðar sóknir í boði hans sem gerðu út um leikinn. Fyrst skoraði hann sjálfur með óvæntu hlaupi og svo átti hann frábæra snertimarkssendingu á Vernon Davis sem tryggði sigurinn. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, hefur verið í miklum ham upp á síðkastið og var nálægt því að tryggja sínu liði sæti í úrslitum Þjóðardeildarinnar þrátt fyrir að liðið tapaði fimm boltum. Brees átti fjórar snertimarkssendingar og sú síðasta leit út fyrir að ætla að tryggja liðinu sigurinn áður en Alex Smith og félagar "stálu" sigrinum í lokasókninni. San Francisco 49ers mætir annaðhvort Green Bay Packers eða New York Giants í úrslitum Þjóðardeildarinnar en þau lið mætast í kvöld.
NFL Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira