Viðskipti erlent

Búist við að S&P lækki lánshæfi margra evruríkja

Evran hélt áfram að lækka í dag ekki síst vegna fregna af yfirvofandi lækkun á lánshæfismati fjölda evruríkja. Dow Jones fréttaveitan hefur eftir heimildum innan úr Evrópusambandinu að matsfyrirtækið Standard&Poors hyggist lækka lánshæfiseinkunnir margra evruríkja, mögulega strax í dag.

Í síðasta mánuði setti fyrirtækið 15 af 17 ríkjum evrusvæðisins á athugunarlista vegna mögulegrar lækkunar. Á markaði óttast menn helst að Frakkland missi toppeinkun sína en það gæti haft slæm áhrif á björgunaraðgerðir Evrópusambandsins til handa þeim ríkjum sem verst standa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×