Vinsældir leikstjórnandans og trúboðans Tim Tebow ná út um allan heim. Það heitasta í heiminum núna er svokallað "Tebowing" og má segja að það sé búið að leysa plankið af hólmi.
Búið er að stofna sérstaka síðu utan um athæfið, tebowing.com, og þar má sjá fólk á ótrúlegustu stöðum stilla sér upp í bænastillingu Tebow.
Upp á brúm, fyrir framan Taj Mahal og fleiri þekkta ferðamannastaði og svo hafa jafnvel brúðhjón skellt sér í "Tebowing".
Trúboð Tebow virðist því vera að skila sér en myndirnar eru alveg magnaðar. Hægt er að komast beint inn á síðuna hér.
Tebowing hefur tekið við af plankinu

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn


„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti



„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti



Fleiri fréttir
