Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á áli aftur á uppleið

Heimsmarkaðsverð á áli er aftur á uppleið og hefur raunar hækkað um tæp 10% á undanförnum mánuði.

Verðið stendur nú í 2.155 dollurum á tonnið, miðað við þriggja mánaða framvirka samninga, en það fór lægst á síðasta ári í rúma 1.970 dollara um miðjan desember s.l.

Í nýbirtri tilkynningu bandaríska álrisans Alcoa, móðurfélags Fjarðaráls, kemur fram að stjórnendur Alcoa telja að árið í ár verði gott fyrir áliðnaðinn sökum vaxandi eftirspurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×