Rússar neyðast til að lækka skatta á olíu- og gasvinnslu 27. janúar 2012 12:43 Deepsea Delta-borpallurinn er meðal þeirra sem borað hafa á Shtokman-svæðinu í Barentshafi. Það eru ekki aðeins íslensk stjórnvöld sem neyðast til að breyta skattareglum vegna olíu- og gasvinnslu. Nú hafa rússnesk stjórnvöld tilkynnt að endurskoða þurfi rússnesku skattalöggjöfina vegna olíu- og gasvinnslu á hafsbotni. Með því vonast þau til að uppbygging hefjist á rússneska Shtokman-svæðinu í Barentshafi, djúpt norðaustur af Múrmansk. 24 ár eru liðin frá því þar fundust álitlegar gaslindir en þrjú olíufélög, hið rússneska Gazprom, hið franska Total og norska Statoil, tilkynntu sameiginlega í síðasta mánuði að skattalöggjöf Rússlands væri þess eðlis að þau treystu sér ekki til að leggja í gríðarmiklar fjárfestingar til að hefja þar gasvinnslu. Ríkisstjórnir Rússlands og Noregs vilja báðar stuðla að aukinni vinnslu úr Barentshafinu og er Statoil áfjáð í að taka þátt í verkefnum beggja megin miðlínunnar. Á árlegri tvíhliða ráðstefnu Rússa og Norðmanna í Osló í vikunni um nýtingu Barentshafsins lýsti aðstoðarauðlindaráðherra Rússlands því yfir að endurskoða þyrfti skattalöggjöfina í því skyni að auka samkeppnishæfni kolvetnis í rússneskri lögsögu, að því er norska Aftenbladet greindi frá. Fram að kom að rússneska löggjöfin væri miðuð við olíu- og gasvinnslu á landi, en væri óhagstæð vinnslu af hafsbotni, sem væri margfalt dýrari. Undirbúningur að nýtingu Shtokman-gaslindanna hófst upp úr 1990. Fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir að gasið yrði flutt með skipum í fljótandi formi til Bandaríkjanna en síðar var ákveðið að stefna að því að selja gasið til Evrópu og leggja svokallaða Nord Stream-gasleiðslu frá Múrmansksvæðinu til Pétursborgar. Fyrst þarf þó að leggja 600 kílómetra langa neðansjávargasleiðslu frá Shtokman til Kola-skaga. Gazprom áætlar að kostnaður við uppbygginguna verði um 12 milljarðar bandaríkjadala, eða sem svarar 1.500 milljörðum íslenskra króna. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Það eru ekki aðeins íslensk stjórnvöld sem neyðast til að breyta skattareglum vegna olíu- og gasvinnslu. Nú hafa rússnesk stjórnvöld tilkynnt að endurskoða þurfi rússnesku skattalöggjöfina vegna olíu- og gasvinnslu á hafsbotni. Með því vonast þau til að uppbygging hefjist á rússneska Shtokman-svæðinu í Barentshafi, djúpt norðaustur af Múrmansk. 24 ár eru liðin frá því þar fundust álitlegar gaslindir en þrjú olíufélög, hið rússneska Gazprom, hið franska Total og norska Statoil, tilkynntu sameiginlega í síðasta mánuði að skattalöggjöf Rússlands væri þess eðlis að þau treystu sér ekki til að leggja í gríðarmiklar fjárfestingar til að hefja þar gasvinnslu. Ríkisstjórnir Rússlands og Noregs vilja báðar stuðla að aukinni vinnslu úr Barentshafinu og er Statoil áfjáð í að taka þátt í verkefnum beggja megin miðlínunnar. Á árlegri tvíhliða ráðstefnu Rússa og Norðmanna í Osló í vikunni um nýtingu Barentshafsins lýsti aðstoðarauðlindaráðherra Rússlands því yfir að endurskoða þyrfti skattalöggjöfina í því skyni að auka samkeppnishæfni kolvetnis í rússneskri lögsögu, að því er norska Aftenbladet greindi frá. Fram að kom að rússneska löggjöfin væri miðuð við olíu- og gasvinnslu á landi, en væri óhagstæð vinnslu af hafsbotni, sem væri margfalt dýrari. Undirbúningur að nýtingu Shtokman-gaslindanna hófst upp úr 1990. Fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir að gasið yrði flutt með skipum í fljótandi formi til Bandaríkjanna en síðar var ákveðið að stefna að því að selja gasið til Evrópu og leggja svokallaða Nord Stream-gasleiðslu frá Múrmansksvæðinu til Pétursborgar. Fyrst þarf þó að leggja 600 kílómetra langa neðansjávargasleiðslu frá Shtokman til Kola-skaga. Gazprom áætlar að kostnaður við uppbygginguna verði um 12 milljarðar bandaríkjadala, eða sem svarar 1.500 milljörðum íslenskra króna.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira