Angela Merkel: Þörf á alveg nýrri nálgun 26. janúar 2012 16:58 Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) í Davos í Sviss, að þörf væri á alveg nýrri nálgun á stjórnun ríkisfjármála og efnahagsmála. „Kerfislægar breytingar sem leiða til þess að fleiri störf skapist er það sem þarf að gera núna," sagði Merkel á blaðamannafundi, eftir fundahöld leiðtoga víða að. Efnahagsvandinn í Evrópu er mál málanna á ráðstefnunni, og ber umræðan um vanda Grikklands nú hæst. Áhyggjur vegna hugsanlegs gjaldþrots landsins hafa farið vaxandi að undanförnu. Þá mælist atvinnuleysi í Evrópu um 10%. Merkel sagði að vandi Grikklands væri vandi allrar Evrópu, og landið stæði ekki einangrað að því leyti. Hins vegar þurfi stjórnvöld í Grikklandi að sýna meiri vilja til þess að leysa vandamál sín. Kröfuhafar Grikklands hafa að undanförnu fundað með ríkisstjórn landsins með það fyrir augum að ná sátt um hvernig Grikkland geti leyst úr skuldastöðu sinni. Helst er horft til þess að afskrifa allt að helming af skuldum landsins, að því er breska ríkisútvarpsins BBC greindi frá í dag. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) í Davos í Sviss, að þörf væri á alveg nýrri nálgun á stjórnun ríkisfjármála og efnahagsmála. „Kerfislægar breytingar sem leiða til þess að fleiri störf skapist er það sem þarf að gera núna," sagði Merkel á blaðamannafundi, eftir fundahöld leiðtoga víða að. Efnahagsvandinn í Evrópu er mál málanna á ráðstefnunni, og ber umræðan um vanda Grikklands nú hæst. Áhyggjur vegna hugsanlegs gjaldþrots landsins hafa farið vaxandi að undanförnu. Þá mælist atvinnuleysi í Evrópu um 10%. Merkel sagði að vandi Grikklands væri vandi allrar Evrópu, og landið stæði ekki einangrað að því leyti. Hins vegar þurfi stjórnvöld í Grikklandi að sýna meiri vilja til þess að leysa vandamál sín. Kröfuhafar Grikklands hafa að undanförnu fundað með ríkisstjórn landsins með það fyrir augum að ná sátt um hvernig Grikkland geti leyst úr skuldastöðu sinni. Helst er horft til þess að afskrifa allt að helming af skuldum landsins, að því er breska ríkisútvarpsins BBC greindi frá í dag.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira