Kína reiðir sig 175,6% á Bandaríkin Magnús Halldórsson skrifar 23. janúar 2012 01:39 Kína er framleiðslustórveldi. Í Kína er mikill framleitt af vörum fyrir alþjóðamarkaði, ekki síst Bandaríkjamarkað. Hér sjást starfsmenn við fatnaðarframleiðslu. Gordon Chang, sérfræðingur viðskiptatímaritsins Forbes í málefnum Kína og Asíu, segir að nýjustu tölur um vöruskiptajöfnuð Kína sýna að samband landsins við Bandaríkin sé að verða enn nánara en áður. Í pistli sem hann skrifar í nýjasta rit Forbes, og birtur er á vefsíðu tímaritsins, segir að jákvæður vöruskiptajöfnuður Kína í fyrra hafi í heild verið 155,1 milljarður dollara, eða ríflega 19 þúsund milljarða króna. Chang segir að samkvæmt opinberum tölum Kína og Bandaríkjanna þá sé jákvæður vöruskiptajöfnuður Kína gagnvart Bandaríkjunum á fyrstu ellefu mánuðum ársins í fyrra 253,4 milljarðar dollara, eða sem nemur 175,6 prósent af heildar jákvæðum vöruskiptajöfnuði landsins í fyrra. Spár benda til þess að jákvæð vöruskipti Kínverja gagnvart Bandaríkjunum fari yfir 300 milljarða dollara á næsta ári eða sem nemur ríflega 37 þúsund milljörðum króna. Viðskiptaleg tengsl Kína og Bandaríkjanna hafa aukist hratt á síðustu árum, en Kínverjar eiga ríflega fjórðung af þjóðarskuldbindingum bandaríska ríkisins. Sjá má pistil Chang hér. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gordon Chang, sérfræðingur viðskiptatímaritsins Forbes í málefnum Kína og Asíu, segir að nýjustu tölur um vöruskiptajöfnuð Kína sýna að samband landsins við Bandaríkin sé að verða enn nánara en áður. Í pistli sem hann skrifar í nýjasta rit Forbes, og birtur er á vefsíðu tímaritsins, segir að jákvæður vöruskiptajöfnuður Kína í fyrra hafi í heild verið 155,1 milljarður dollara, eða ríflega 19 þúsund milljarða króna. Chang segir að samkvæmt opinberum tölum Kína og Bandaríkjanna þá sé jákvæður vöruskiptajöfnuður Kína gagnvart Bandaríkjunum á fyrstu ellefu mánuðum ársins í fyrra 253,4 milljarðar dollara, eða sem nemur 175,6 prósent af heildar jákvæðum vöruskiptajöfnuði landsins í fyrra. Spár benda til þess að jákvæð vöruskipti Kínverja gagnvart Bandaríkjunum fari yfir 300 milljarða dollara á næsta ári eða sem nemur ríflega 37 þúsund milljörðum króna. Viðskiptaleg tengsl Kína og Bandaríkjanna hafa aukist hratt á síðustu árum, en Kínverjar eiga ríflega fjórðung af þjóðarskuldbindingum bandaríska ríkisins. Sjá má pistil Chang hér.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira