Marel hagnaðist um 5,4 milljarða 1. febrúar 2012 15:00 Theo Hoen, forstjóri Marel, er til vinstri á myndinni. Hann segist í tilkynningu vera ánægður með uppgjör félagsins. Marel hagnaðist um 34,5 milljónir evra á árinu 2011, eða sem nemur 5,4 milljarða króna. Tekjur félagsins jukust um 15 prósent frá fyrra ári og námu 668 milljónum evra, eða sem nemur 106 milljörðum króna. Theo Hoen, forstjóri Marel, segir í tilkynningu frá félaginu að árið hafi verið mjög gott hjá fyrirtækinu. Innri vöxtur fyrirtækisins hafi verið um 15 prósent frá árinu á undan. Tilkynninging frá fyrirtækinu er eftirfarandi: „Sterkur og arðbær innri vöxtur - Tekjur ársins 2011 námu 668 milljónum evra, sem er 15% aukning samanborið við tekjur af kjarnastarfsemi árið áður [2010: 582 milljónir evra].1 - Leiðrétt EBITDA var 98,0 milljónir evra, sem er 14,7% af tekjum [2010: 88,1 milljónir evra af kjarnastarfsemi, leiðrétt].2 - Leiðréttur rekstrarhagnaður (EBIT) var 73,2 milljónir evra, sem er 10,9% af tekjum [2010: 64,1 milljónir evra af kjarnastarfsemi, leiðrétt]. - Hagnaður ársins 2011 nam 34,5 milljónum evra [2010: 13,6 milljónir evra]. Hagnaður per hlut nam 4,70 evru sentum [2010: 1,87 evru sent]. - Sjóðstreymi er traust og nettó vaxtaberandi skuldir námu 250,5 milljónum evra í lok árs 2011 [2010: 256,7 milljónir evra]. - Pantanabók er sterk og nam 196,2 milljónum evra í árslok 2011 [2010: 162,2 milljónir evra]. Árið 2011 var mjög gott hjá Marel. Tekjur námu 668 milljónum evra, sem er 15% aukning samanborið við árið á undan. Leiðréttur rekstrarhagnaður var 10,9% af veltu sem er í samræmi við markmið fyrirtækisins um rekstrarhagnað upp á 10-12% af veltu á árinu. Horfur fyrir árið 2012 eru jákvæðar. Á aðalfundi 2012, sem haldinn verður 29. febrúar nk., mun stjórn Marel leggja til að hluthafar fái 0,95 evru sent greidd í arð á hlut fyrir rekstrarárið 2011. Miðað við fjölda útistandandi hluta nú nemur fyrirhuguð heildararðgreiðsla um 6,9 milljónum evra, sem samsvarar um 20% af hagnaði ársins. Tillagan um arðgreiðslu er í samræmi við markmið um fjármagnsskipan og arðgreiðslustefnu sem samþykkt var á aðalfundi félagsins 2011. Theo Hoen, forstjóri: „Árið var mjög gott hjá Marel. Hreinn innri vöxtur nam 15% samanborið við árið 2010. Árinu lauk einstaklega vel með metfjórðungi í tekjum og rekstrarhagnaði við efri mörkin á EBIT markmiði okkar fyrir árið sem er 10-12% af veltu. Pantanabókin er sterk og gefur góð fyrirheit fyrir árið 2012.“ Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Marel hagnaðist um 34,5 milljónir evra á árinu 2011, eða sem nemur 5,4 milljarða króna. Tekjur félagsins jukust um 15 prósent frá fyrra ári og námu 668 milljónum evra, eða sem nemur 106 milljörðum króna. Theo Hoen, forstjóri Marel, segir í tilkynningu frá félaginu að árið hafi verið mjög gott hjá fyrirtækinu. Innri vöxtur fyrirtækisins hafi verið um 15 prósent frá árinu á undan. Tilkynninging frá fyrirtækinu er eftirfarandi: „Sterkur og arðbær innri vöxtur - Tekjur ársins 2011 námu 668 milljónum evra, sem er 15% aukning samanborið við tekjur af kjarnastarfsemi árið áður [2010: 582 milljónir evra].1 - Leiðrétt EBITDA var 98,0 milljónir evra, sem er 14,7% af tekjum [2010: 88,1 milljónir evra af kjarnastarfsemi, leiðrétt].2 - Leiðréttur rekstrarhagnaður (EBIT) var 73,2 milljónir evra, sem er 10,9% af tekjum [2010: 64,1 milljónir evra af kjarnastarfsemi, leiðrétt]. - Hagnaður ársins 2011 nam 34,5 milljónum evra [2010: 13,6 milljónir evra]. Hagnaður per hlut nam 4,70 evru sentum [2010: 1,87 evru sent]. - Sjóðstreymi er traust og nettó vaxtaberandi skuldir námu 250,5 milljónum evra í lok árs 2011 [2010: 256,7 milljónir evra]. - Pantanabók er sterk og nam 196,2 milljónum evra í árslok 2011 [2010: 162,2 milljónir evra]. Árið 2011 var mjög gott hjá Marel. Tekjur námu 668 milljónum evra, sem er 15% aukning samanborið við árið á undan. Leiðréttur rekstrarhagnaður var 10,9% af veltu sem er í samræmi við markmið fyrirtækisins um rekstrarhagnað upp á 10-12% af veltu á árinu. Horfur fyrir árið 2012 eru jákvæðar. Á aðalfundi 2012, sem haldinn verður 29. febrúar nk., mun stjórn Marel leggja til að hluthafar fái 0,95 evru sent greidd í arð á hlut fyrir rekstrarárið 2011. Miðað við fjölda útistandandi hluta nú nemur fyrirhuguð heildararðgreiðsla um 6,9 milljónum evra, sem samsvarar um 20% af hagnaði ársins. Tillagan um arðgreiðslu er í samræmi við markmið um fjármagnsskipan og arðgreiðslustefnu sem samþykkt var á aðalfundi félagsins 2011. Theo Hoen, forstjóri: „Árið var mjög gott hjá Marel. Hreinn innri vöxtur nam 15% samanborið við árið 2010. Árinu lauk einstaklega vel með metfjórðungi í tekjum og rekstrarhagnaði við efri mörkin á EBIT markmiði okkar fyrir árið sem er 10-12% af veltu. Pantanabókin er sterk og gefur góð fyrirheit fyrir árið 2012.“
Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira