Viðskipti erlent

Apple opinberar nýtt stýrikerfi

Mountain Lion, nýtt stýrikerfi Apple, var opinberað í dag. Hönnun stýrikerfisins byggir á viðmóti iPad og iPhone og munu mörg af vinsælustu forritum tækjanna vera til staðar í Mountain Lion.

Hugbúnaðarframleiðendur fengu stýrikerfið í hendurnar í dag en það fer í almenna sölu síðla sumars.

Á meðal þeirra forrita sem innifalin eru í Mountain Lion eru Notification Centre, Game Centre og Airplay. Einnig mun stýrikerfið miðla á milli upplýsingum frá skipulagsforritunum Notes og Reminders.

Stýrikerfið Lion var kynnt á síðasta ári og er ein vinsælasta afurð tæknirisans. Stjórnendur Apple vonast til að vinsældir Mountain Lion verði enn meiri.

Ein helsta nýjungin í Mountain Lion verður forritið Gatekeeper en það stjórnar hvaða smáforrit eru virk hverju sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×