Liliane Bettencourt segir sig úr stjórn L´Oréal 16. febrúar 2012 07:01 Bitru stríði innan Bettencourt fjölskyldunnar er lokið með því að hin tæplega níræða Liliane hefur sagt sig úr stjórn snyrtivörurisans L´Oréal. Ættingjar Liliane Bettencourt fengu dæmt af henni sjálfræðið síðasta haust en sú gamla þjáist af elliglöpum og vægu tilfelli af Alzheimer. Sjálfræðið missti hún þegar í ljós kom að hún hafði gefið ljósmyndara sínum jafnvirði um 150 milljarða króna í formi listaverka og reiðufjár. Liliane hefur raunar efni á slíkum gjöfum enda er hún sem erfingi L´Oréal veldisins næst auðugasta kona heimsins. Forbes telur að auður hennar nemi hátt í þrjú þúsund milljörðum króna. Sá sem tekur við stjórnarsetunni í snyrtivöruveldi Bettencourt fjölskyldunnar er barnabarn hennar, Jean-Victor Meyers. Franskir fjölmiðlar vilja ekki útiloka að erjur fjölskyldunnar blossi upp aftur enda mun reiðin sjóða í Liliane vegna þessara málaloka. Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Ætla að lækka verð með ungverskum tannlæknum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bitru stríði innan Bettencourt fjölskyldunnar er lokið með því að hin tæplega níræða Liliane hefur sagt sig úr stjórn snyrtivörurisans L´Oréal. Ættingjar Liliane Bettencourt fengu dæmt af henni sjálfræðið síðasta haust en sú gamla þjáist af elliglöpum og vægu tilfelli af Alzheimer. Sjálfræðið missti hún þegar í ljós kom að hún hafði gefið ljósmyndara sínum jafnvirði um 150 milljarða króna í formi listaverka og reiðufjár. Liliane hefur raunar efni á slíkum gjöfum enda er hún sem erfingi L´Oréal veldisins næst auðugasta kona heimsins. Forbes telur að auður hennar nemi hátt í þrjú þúsund milljörðum króna. Sá sem tekur við stjórnarsetunni í snyrtivöruveldi Bettencourt fjölskyldunnar er barnabarn hennar, Jean-Victor Meyers. Franskir fjölmiðlar vilja ekki útiloka að erjur fjölskyldunnar blossi upp aftur enda mun reiðin sjóða í Liliane vegna þessara málaloka.
Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Ætla að lækka verð með ungverskum tannlæknum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira