Viðskipti erlent

Segir Grikkland fara lóðrétt á hausinn ef áætluninni verður hafnað

Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, var ómyrkur í máli þegar hann spáði því að landið fari lóðrétt á hausinn ef aðgerðaráætlunin verður ekki samþykkt
Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, var ómyrkur í máli þegar hann spáði því að landið fari lóðrétt á hausinn ef aðgerðaráætlunin verður ekki samþykkt
Um sex þúsund manns mótmæla í Aþenu í Grikklandi á sama tíma og gríska þingið tekst á um aðgerðaráætlun um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda til þess að Grikkland geti fengið 130 milljarða evra neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Óeirðarlögreglan skaut táragasi að mótmælendum í fyrr í dag.

Forsætisráðherra Grikklands, Lucas Papademos, sagði við grísku þjóðina í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að lífsstíll þjóðarinnar myndi breytast með afgerandi hætti yrði umdeild neyðaraðgerðaráætlun um mikinn niðurskurð ekki samþykkt.

Fjármálaráðherra landsins, Evangelos Venizelos, sagði á þinginu í dag að ef aðgerðaráætlunin verður ekki samþykkt muni landið fara lóðrétt á hausinn.

Kappkostað er við að komast að samkomulagi um áætlunina fyrir morgundaginn, þegar viðskiptamarkaðir opna á ný. Þannig sagði fjármálaráðherrann að viðskiptamarkaðir yrðu að fá skýr skilaboð um að Grikkland muni lifa kreppuna af.


Tengdar fréttir

Papademos ítrekar mikilvægi þess að samþykkja aðgerðaráætlun

Forsætisráðherra Grikklands, Lucas Papademos, sagði við grísku þjóðina í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að lífsstíll þjóðarinnar myndi breytast með afgerandi hætti yrði umdeild neyðaraðgerðaráætlun um mikinn niðurskurð ekki samþykkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×