Viðskipti erlent

Microsoft opnar fyrir aðgang að Windows 8

Notendum stendur nú til boða að reynslukeyra nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8. Opnað var fyrir aðgang að stýrikerfinu í dag.

Windows 8 markar tímamót í hugbúnaðarþróun Microsoft. Hægt er að keyra stýrikerfið á tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum og bíður þannig upp á viðameiri samhæfingu milli tækja.

Einnig er útlit stýrikerfisins nýstárlegt. Notendaviðmót Windows 8 byggir á svokölluðum „skífum" sem koma í stað hinna hefðbundnu tákna sem notendur smelltu á til að opna forrit og gögn.

Skífurnar uppfærast í rauntíma og því þurfa notendur stýrikerfisins aðeins að líta á skjáinn til að sjá hvort að nýtt skeyti hafi borist eða að skilaboð hafi borist af Facebook.

Microsoft hefur ekki tilkynnt um útgáfudag stýrikerfisins en sérfræðingar telja að það fari í almenna sölu í haust.

Hér fyrir ofan er hægt að sjá kynningarmynd sem Windows birti á síðasta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×