Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar látlaust

Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu þessa stundina. Bandaríska léttolían er komin í 108,5 dollara á tunnuna en fyrir þremur vikum var það verð komið niður í tæpa 96 dollara á tunnuna. Verðið á Brentolíunni stendur í 124 dollurum á tunnuna.

Um tíma í gærdag fór verðið á Brentolíunni upp í 124,5 dollara og hafði þá ekki verið hærra síðan fyrir hrunið árið 2008.

Ástæðan fyrir þessum hækkunum eru einkum spennan sem ríkir í samskiptum Vesturveldanna og Írans og því að efnahagur Bandaríkjanna virðist loksins vera að rétta úr kútnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×