Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað nokkuð í þessari viku eða um 2%. Þannig er Brent olían komin niður í 122,5 dollara á tunnuna og bandaríska léttolían er komin niður í rúma 105 dollara á tunnuna.

Ástæðan fyrir þessum lækkunum er að aðeins hefur dregið úr spennunni sem er í samskiptum Vesturveldanna við Íran.

Í síðustu viku rauk olíuverðið upp og þá fór verðið á Brent olíunni yfir 128 dollara og verðið á bandarísku léttolíunni fór yfir 110 dollara á tunnuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×