"Þetta er framtíð tölvunotkunar" 1. mars 2012 14:01 Nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, var opinberað í gær. Fyrstu viðbrögð frá sérfræðingum og neytendum eru afar jákvæð. „Þetta er framtíð tölvunotkunar," sagði sérfræðingur tæknifréttasíðunnar Wired. Windows 8 markar tímamót í hugbúnaðarþróun Microsoft. Fyrirtækið hefur endurskoðað notendaviðmót Windows stýrikerfisins frá grunni og er áhersla lögð á samþættingu heimilistölvunnar, spjaldtölvunnar og snjallsímans. Viðmót Windows 8 byggir á hinum svokölluðu „skífum" sem koma í stað hinna hefðbundnu tákna sem notuð voru til að opna forrit og skjöl. Skífurnar uppfærast í rauntíma og birta upplýsingar á skjámyndinni. Með Windows 8 vonast Microsoft til að auka hlutdeild sína á spjaldtölvu markaðinum en Apple hefur stjórnað markaðinum frá því að iPad spjaldtölvan var opinberuð árið 2010. Þó svo að 90% af tölvum veraldar noti Windows stýrikerfið þá hefur Microsoft dregist aftur úr í nýsköpun. Microsoft hefur þó tekist að skila hagnaði síðustu ár og er það aðallega að þakka yngri deildum fyrirtækisins líkt og Xbox. „Apple hefur tekist að skilgreina spjaldtölvu markaðinn," sagði Michael Cherry, fyrrverandi verkfræðingur hjá Microsoft. „Ef Microsoft ætlar sér að hertaka markaðinn þá verður Windows 8 að slá í gegn. Þeir hafa ekki efni á að valda viðskiptavinum sínum vonbrigðum." Hægt er að sjá kynningarmynd sem Microsoft lét vinna fyrir Windows 8 hér fyrir ofan. Áhugasamir geta einnig nálgast stýrikerfið hér. Leikjavísir Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Ætla að lækka verð með ungverskum tannlæknum Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, var opinberað í gær. Fyrstu viðbrögð frá sérfræðingum og neytendum eru afar jákvæð. „Þetta er framtíð tölvunotkunar," sagði sérfræðingur tæknifréttasíðunnar Wired. Windows 8 markar tímamót í hugbúnaðarþróun Microsoft. Fyrirtækið hefur endurskoðað notendaviðmót Windows stýrikerfisins frá grunni og er áhersla lögð á samþættingu heimilistölvunnar, spjaldtölvunnar og snjallsímans. Viðmót Windows 8 byggir á hinum svokölluðu „skífum" sem koma í stað hinna hefðbundnu tákna sem notuð voru til að opna forrit og skjöl. Skífurnar uppfærast í rauntíma og birta upplýsingar á skjámyndinni. Með Windows 8 vonast Microsoft til að auka hlutdeild sína á spjaldtölvu markaðinum en Apple hefur stjórnað markaðinum frá því að iPad spjaldtölvan var opinberuð árið 2010. Þó svo að 90% af tölvum veraldar noti Windows stýrikerfið þá hefur Microsoft dregist aftur úr í nýsköpun. Microsoft hefur þó tekist að skila hagnaði síðustu ár og er það aðallega að þakka yngri deildum fyrirtækisins líkt og Xbox. „Apple hefur tekist að skilgreina spjaldtölvu markaðinn," sagði Michael Cherry, fyrrverandi verkfræðingur hjá Microsoft. „Ef Microsoft ætlar sér að hertaka markaðinn þá verður Windows 8 að slá í gegn. Þeir hafa ekki efni á að valda viðskiptavinum sínum vonbrigðum." Hægt er að sjá kynningarmynd sem Microsoft lét vinna fyrir Windows 8 hér fyrir ofan. Áhugasamir geta einnig nálgast stýrikerfið hér.
Leikjavísir Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Ætla að lækka verð með ungverskum tannlæknum Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira