Viðskipti erlent

Varar við andvaraleysi í efnahagsmálum

Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Christine Lagarde, varar við andvaraleysi í efnahagsmálum nú þegar ástand á mörkuðum er farið að batna eftir að Grikkir sömdu um aðstoð Evruríkjanna við skuldavanda sínum en sjóðurinn samþykkti 28 milljarða lán til Grikkja nú í vikunni. Þetta kom fram í máli hennar á ráðstefnu í Peking í Kína og sagði hún jákvætt að tekist hafi að koma hagkerfum heimsins af botninum á fjármálakreppunni en það megi ekki verða til þess að leiðtogar halli sér aftur í sætunum og haldi að kreppan sé búin. Gera þurfi róttækar breytingar til að tryggja efnahagsbata.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×