Viðskipti erlent

Verð á hótelgistingu í heiminum orðið svipað og fyrir hrun

Verð á hótelgistingu í heiminum hækkaði að meðaltali um 4% í fyrra og hefur verðið ekki verið hærra á heimsvísu síðan fyrir fjármálakreppuna árið 2008.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem vefsíðan Hotels.com hefur gert en tæplega 150.000 hótel um allan heim eru tengd við þessa vefsíðu.

David Roche forstjóri Hotels.com segir að verð á hótelgistingu gefi góða vísbendingu um ástand efnahagsmála í heiminum. Verðið hafi hækkað á síðasta ári í takt við aukna eftirspurn eftir hótelgistingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×