Viðskipti erlent

Fjárfestum bent á að fylgjast með Twitter

Í hverri viku flæðir rúmlega milljarður skilaboða um netþjóna Twitter.
Í hverri viku flæðir rúmlega milljarður skilaboða um netþjóna Twitter. mynd/AFP
Samskiptasíðan Twitter getur reynst fjárfestum nytsamleg samkvæmt rannsókn tölvunarfræðinga við háskólann í Kaliforníu í Bandaríkjunum.

Vísindamennirnir komust að því að bein samsvörun er á milli samtala á Twitter um ákveðið fyrirtæki og viðskipti með hlutabréf þess.

Rannsóknin leiddi í ljós að mismunandi umræður um fyrirtæki leiða oft til þess að hlutabréfavirði þeirra eykst. Þannig geta samtöl á Twitter um Mikka Mús og Disneyland orðið til þess að breyting verður hlutabréfavirði Disney.

Það var Vagelis Hristidis, prófessor við tölvunarfræðideild háskólans í Kaliforníu, sem stjórnaði rannsókninni. Rannsóknarteymi hans tókst að spá fyrir um breytingar á hlutabréfamörkuðum með því að vinna úr gögnum á Twitter.

Samkvæmt kenningu Hristidis verður hlutabréfavirði fyrirtækjanna fyrir áhrifum frá fjölbreytilegum umræðum á samskiptasíðunni. Því vinsælli sem umræðuefnið er, því meiri áhrif hefur það á hlutabréfin.

Í hverri viku flæðir rúmlega milljarður skilaboða um netþjóna Twitter. Þá er talið að um 500 milljón manns hafi skráð sig á síðuna frá því að hún opnaði fyrir sex árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×