Snjallgleraugun eru raunveruleg - prufukeyrsla hafin 7. apríl 2012 20:56 Tæknirisinn Google opinberaði í vikunni áform sín um að þróa sérstök snjallgleraugu sem byggja á Android stýrikerfinu vinsæla. Margir efuðust um yfirlýsingar fyrirtækisins og töldu sumir að um grín væri að ræða. Google hefur hins vegar slegið á allar efasemdir með því að birta myndband sem sýnir snjallgleraugun í notkun. Virkni gleraugnanna svipar mjög til hefðbundinna snjallsíma. Þau er þó hönnuð í allt öðrum tilgangi. Þeim er ætlað að bæta við veruleika okkar og veita nánast óendanlegt flæði upplýsinga um umhverfið. Með því að nota 3G og 4G farnetsþjónustu geta snjallgleraugun birt upplýsingar um ákveðna verslun þegar notandinn nálgast hana, dregið upp nákvæmt kort af lestarkerfum og komutímum þegar viðkomandi gengur inn á lestarstöð eða flett upp nákvæmum upplýsingum um bók sem notandinn tekur upp. Samkvæmt myndbandi Google er í raun ekkert sem gleraugun geta ekki gert.mynd/GoogleEkki er vitað hvenær snjallgleraugun fara í almenna sölu - samkvæmt Google gæti þróun þeirra tekið nokkra mánuði og allt upp í nokkur ár. Það leikur þó enginn vafi á því að Google taki verkefnið alvarlega. Fyrr í vikunni sást til Sergey Brin, annars stofnanda Google, með gleraugun. Hægt er að sjá myndbandið sem Google birti hér fyrir ofan en þar er tækni gleraugnanna kynnt. Ekki eru þó allir á eitt sáttir með nýjungina og hafa nokkrir tækniáhugamenn tekið saman myndband sem dregur upp dökka mynd af raunveruleika snjallgleraugna. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tæknirisinn Google opinberaði í vikunni áform sín um að þróa sérstök snjallgleraugu sem byggja á Android stýrikerfinu vinsæla. Margir efuðust um yfirlýsingar fyrirtækisins og töldu sumir að um grín væri að ræða. Google hefur hins vegar slegið á allar efasemdir með því að birta myndband sem sýnir snjallgleraugun í notkun. Virkni gleraugnanna svipar mjög til hefðbundinna snjallsíma. Þau er þó hönnuð í allt öðrum tilgangi. Þeim er ætlað að bæta við veruleika okkar og veita nánast óendanlegt flæði upplýsinga um umhverfið. Með því að nota 3G og 4G farnetsþjónustu geta snjallgleraugun birt upplýsingar um ákveðna verslun þegar notandinn nálgast hana, dregið upp nákvæmt kort af lestarkerfum og komutímum þegar viðkomandi gengur inn á lestarstöð eða flett upp nákvæmum upplýsingum um bók sem notandinn tekur upp. Samkvæmt myndbandi Google er í raun ekkert sem gleraugun geta ekki gert.mynd/GoogleEkki er vitað hvenær snjallgleraugun fara í almenna sölu - samkvæmt Google gæti þróun þeirra tekið nokkra mánuði og allt upp í nokkur ár. Það leikur þó enginn vafi á því að Google taki verkefnið alvarlega. Fyrr í vikunni sást til Sergey Brin, annars stofnanda Google, með gleraugun. Hægt er að sjá myndbandið sem Google birti hér fyrir ofan en þar er tækni gleraugnanna kynnt. Ekki eru þó allir á eitt sáttir með nýjungina og hafa nokkrir tækniáhugamenn tekið saman myndband sem dregur upp dökka mynd af raunveruleika snjallgleraugna.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira