Huang Nubo reisir heilsuþorp í Kína í stað Íslands 5. apríl 2012 15:06 Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur gert samkomulag við yfirvöld í suðvesturhluta Kína um uppbyggingu heilsuþorps í anda þess sem hann hugðist reisa á Grímsstöðum á Fjöllum en var neitað af innanríkisráðherra á sínum tíma. Á fréttasíðunni crienglish.com kemur fram að fjárfestirinn stefni á að reisa nokkurskonar heilsuþorp á sextíu ferkílómetra svæði í bænum Pu´er í Yunna héraði sem liggur að landamærum Myanmar, Laos, og Víetnam. Áætlað er að heildarfjárfestingin nemi átta milljörðum dollara en Nubo er sagður leita fleiri fjárfesta til þess að koma að uppbyggingu þorpsins. Í byrjun febrúar greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá því að Sveitarfélagið Norðurþing íhugaði að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum með láni frá Huang Nubo og leigja honum hana síðan. Sveitarfélagið myndi þá eiga jörðina á móti ríkinu sem á fjórðungshlut. Bæjarstjóri Norðurþings fór sérstaklega til Peking til að hitta Nubo og ræða hugsanleg viðskipti. Kaupsamningur milli kínverska fjárfestisins Huang Nubo og landeigenda Grímsstaða á Fjöllum hljóðaði upp á 800 milljónir króna fyrir 72 prósenta hlut í jörðinni. Ríkið hefði þá átt 25 prósent og þá eru 3 prósent í eigu einstaklinga á svæðinu. Ekki er ljóst hvort þessi áform hafi verið slegin út af borðinu í ljósi fregna af risafjárfestingu Nubo í Yunna héraðinu. Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur gert samkomulag við yfirvöld í suðvesturhluta Kína um uppbyggingu heilsuþorps í anda þess sem hann hugðist reisa á Grímsstöðum á Fjöllum en var neitað af innanríkisráðherra á sínum tíma. Á fréttasíðunni crienglish.com kemur fram að fjárfestirinn stefni á að reisa nokkurskonar heilsuþorp á sextíu ferkílómetra svæði í bænum Pu´er í Yunna héraði sem liggur að landamærum Myanmar, Laos, og Víetnam. Áætlað er að heildarfjárfestingin nemi átta milljörðum dollara en Nubo er sagður leita fleiri fjárfesta til þess að koma að uppbyggingu þorpsins. Í byrjun febrúar greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá því að Sveitarfélagið Norðurþing íhugaði að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum með láni frá Huang Nubo og leigja honum hana síðan. Sveitarfélagið myndi þá eiga jörðina á móti ríkinu sem á fjórðungshlut. Bæjarstjóri Norðurþings fór sérstaklega til Peking til að hitta Nubo og ræða hugsanleg viðskipti. Kaupsamningur milli kínverska fjárfestisins Huang Nubo og landeigenda Grímsstaða á Fjöllum hljóðaði upp á 800 milljónir króna fyrir 72 prósenta hlut í jörðinni. Ríkið hefði þá átt 25 prósent og þá eru 3 prósent í eigu einstaklinga á svæðinu. Ekki er ljóst hvort þessi áform hafi verið slegin út af borðinu í ljósi fregna af risafjárfestingu Nubo í Yunna héraðinu.
Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira