Viðskipti erlent

Næsti snjallsími Samsung verður einn sá öflugasti

Samsung Galaxy S III verður einn öflugast snjallsími veraldar. Síminn verður knúinn af byltingarkenndum örgjörva sem býður upp á háskerpu afspilun og upptöku.

Snjallsíminn verður opinberaður í næstu viku. Enn er margt á huldu um eiginleika hans en Samsung hefur þó staðfest að síminn muni notast við hinn svokallaða „Exynos 4 Quad" örgjörva.

Vinnsluhraði Galaxy SIII verður því 1.4 GHz. Ásamt því að bjóða upp þennan mikla vinnsluhraða þá mun Exynos örgjörvinn stuðla að margfalt betri orkunýtingu en í fyrri snjallsímum Samsung.

Síminn mun styðja háskerpu snertiskjá með 1366 x 768 í upplausn. Þá mun síminn einnig geta tekið myndbönd í háskerpu og notendur geta flutt myndskeiðin óþjöppuð yfir í önnur raftæki.

Galaxy S III verður formlega kynntu 3. maí næstkomandi.

Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband sem Samsung birti fyrr í vikunni vegna Galaxy S III.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×