Samsung Galaxy S III er mættur 3. maí 2012 23:30 Suður-Kóreski tæknirisinn Samsung svipti hulunni af nýjasta snjallsíma sínum í dag, Galaxy S III. Samsung er stærsti snjallsímaframleiðandi veraldar og eru Galaxy símarnir vinsælustu vörur fyrirtækisins. Galaxy S III er knúinn af Exynos 4 Quad örgjörvanum. Þessi nýstárlega tækni bíður upp á mun meiri vinnsluhraða en áður (1.4 GHz) og stuðlar um leið að margfalt betri orkunýtingu. Snertiskjár símans er 4.8 tommur og er hann því 22% stærri en skjár Galaxy S II. Upplausn skjásins er 720 X 1280 og styður hann háskerpu afspilun. Tvær myndavélar eru á símanum. Á framhlið hans er 1.9 megapixla myndavél en á bakhliðinni er að finna 8 megapixla háskerpu myndavél. Hönnun og útlit símans tekur mið af forvera sínum en hugmyndasmiðir Samsung hafa þó innleitt fjölda nýjunga sem nær allar hverfast um Android 4.0 stýrikerfið (eða Ice Cream Sandwich). Galaxy S III fer í almenna sölu í Evrópu 29. maí og er væntanlegur til Bandaríkjanna seinna í sumar. Nýlega tók Samsung fram úr Nokia sem vinsælasti farsímaframleiðandi veraldar. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs framleiddi fyrirtækið 93 milljónir síma. Hagnaður Samsung á sama tímabili nam 4.5 milljörðum dollara eða um 585 milljörðum króna. Þessi ótrúlega velgengni má að mörgu leyti rekja til Galaxy S II snjallsímans en hann er einn vinsælasti snjallsími allra tíma. Samsung opinberaði einnig nýja auglýsingu vegna nýja snjallsímans en hana má sjá hér fyrir ofan. Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Suður-Kóreski tæknirisinn Samsung svipti hulunni af nýjasta snjallsíma sínum í dag, Galaxy S III. Samsung er stærsti snjallsímaframleiðandi veraldar og eru Galaxy símarnir vinsælustu vörur fyrirtækisins. Galaxy S III er knúinn af Exynos 4 Quad örgjörvanum. Þessi nýstárlega tækni bíður upp á mun meiri vinnsluhraða en áður (1.4 GHz) og stuðlar um leið að margfalt betri orkunýtingu. Snertiskjár símans er 4.8 tommur og er hann því 22% stærri en skjár Galaxy S II. Upplausn skjásins er 720 X 1280 og styður hann háskerpu afspilun. Tvær myndavélar eru á símanum. Á framhlið hans er 1.9 megapixla myndavél en á bakhliðinni er að finna 8 megapixla háskerpu myndavél. Hönnun og útlit símans tekur mið af forvera sínum en hugmyndasmiðir Samsung hafa þó innleitt fjölda nýjunga sem nær allar hverfast um Android 4.0 stýrikerfið (eða Ice Cream Sandwich). Galaxy S III fer í almenna sölu í Evrópu 29. maí og er væntanlegur til Bandaríkjanna seinna í sumar. Nýlega tók Samsung fram úr Nokia sem vinsælasti farsímaframleiðandi veraldar. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs framleiddi fyrirtækið 93 milljónir síma. Hagnaður Samsung á sama tímabili nam 4.5 milljörðum dollara eða um 585 milljörðum króna. Þessi ótrúlega velgengni má að mörgu leyti rekja til Galaxy S II snjallsímans en hann er einn vinsælasti snjallsími allra tíma. Samsung opinberaði einnig nýja auglýsingu vegna nýja snjallsímans en hana má sjá hér fyrir ofan.
Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira