Apple hefur selt 370 þúsund iphone á dag í hálft ár Magnús Halldórsson skrifar 14. maí 2012 14:19 Hugbúnaðar-, tölvu- og fjarskiptarisinn Apple hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna undanfarna tvo ársfjórðunga, samkvæmt opinberum rekstrarupplýsingum sem fyrirtækið hefur birt. Mestu munar um sölutekjur af iphone-símunum og ipad-spjaldtölvunum. Í rekstrartölum fyrir síðasta ársfjórðung ársins 2011, sem tekur til fjórtán vikna rekstrartímabils sem lauk um síðustu áramót, seldust 37 milljónir iphone-síma en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs seldust 35 milljónir iphone-síma. Salan jafngildir því að 370 þúsund iphone-símar hafi selst á hverjum degi á þessu ríflega hálfs árs rekstrartímabili (196 dagar) í sögu fyrirtækisins.Gríðarlegur vöxtur Svipaða sögu er að segja af ipad-spjaldtölvunum, en á síðasta ársfjórðungi síðasta árs seldust 15,4 milljónir spjaldtölva og á fyrsta ársfjórðungi þessa árs 11,8 milljónir. Það jafngildir því að tæplega 140 þúsund ipad-spjaldtölvur hafi selst á hverjum degi á fyrrnefndu rekstrartímabili. Vöxturinn á milli ára gríðarlega hraður í þessum tveimur vöruflokkum, en aukningin milli ársfjórðunga þegar kemur að ipad-spjaldtölvum var ríflega 150 prósent og aukningin var 88 prósent hjá iphone-unum.Eignir aukast hratt Eignastaða Apple hefur styrkst jafnt og þétt samhliða þessari ótrúlegu velgengni iphone og ipad. Þannig námu heildareignir Apple í lok árs í fyrra 150 milljörðum dala, eða sem nemur 18.750 milljörðum króna. Skuldir, að langstærstu leyti viðskiptakröfur, námu í heild 48 milljörðum dala, eða sem nemur um sex þúsund milljörðum króna. Eignastaða Apple jókst á þremur mánuðum úr 116 milljörðum dala, 24. september 2011 í 150 milljarða dala, 31. desember 2011. Það er mesti vöxtur í sögu Apple, og hraðasti vöxtur eigna hjá fyrirtæki af þessari stærðargráðu í sögunni. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hugbúnaðar-, tölvu- og fjarskiptarisinn Apple hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna undanfarna tvo ársfjórðunga, samkvæmt opinberum rekstrarupplýsingum sem fyrirtækið hefur birt. Mestu munar um sölutekjur af iphone-símunum og ipad-spjaldtölvunum. Í rekstrartölum fyrir síðasta ársfjórðung ársins 2011, sem tekur til fjórtán vikna rekstrartímabils sem lauk um síðustu áramót, seldust 37 milljónir iphone-síma en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs seldust 35 milljónir iphone-síma. Salan jafngildir því að 370 þúsund iphone-símar hafi selst á hverjum degi á þessu ríflega hálfs árs rekstrartímabili (196 dagar) í sögu fyrirtækisins.Gríðarlegur vöxtur Svipaða sögu er að segja af ipad-spjaldtölvunum, en á síðasta ársfjórðungi síðasta árs seldust 15,4 milljónir spjaldtölva og á fyrsta ársfjórðungi þessa árs 11,8 milljónir. Það jafngildir því að tæplega 140 þúsund ipad-spjaldtölvur hafi selst á hverjum degi á fyrrnefndu rekstrartímabili. Vöxturinn á milli ára gríðarlega hraður í þessum tveimur vöruflokkum, en aukningin milli ársfjórðunga þegar kemur að ipad-spjaldtölvum var ríflega 150 prósent og aukningin var 88 prósent hjá iphone-unum.Eignir aukast hratt Eignastaða Apple hefur styrkst jafnt og þétt samhliða þessari ótrúlegu velgengni iphone og ipad. Þannig námu heildareignir Apple í lok árs í fyrra 150 milljörðum dala, eða sem nemur 18.750 milljörðum króna. Skuldir, að langstærstu leyti viðskiptakröfur, námu í heild 48 milljörðum dala, eða sem nemur um sex þúsund milljörðum króna. Eignastaða Apple jókst á þremur mánuðum úr 116 milljörðum dala, 24. september 2011 í 150 milljarða dala, 31. desember 2011. Það er mesti vöxtur í sögu Apple, og hraðasti vöxtur eigna hjá fyrirtæki af þessari stærðargráðu í sögunni.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira