Viðskipti erlent

Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum fóru í 7% markið

Ávöxtunarkrafan á spænsk ríkisskuldabréf til 10 ára fór í 7% markið í morgun. Þetta gerðist í kjölfar þess að matsfyrirtækið Moody´s lækkaði lánshæfiseinkunn Spánar um þrjú stig í gærkvöldi.

Þegar vextir á ríkisskuldabréfum fara yfir 7% er það merki um að viðkomandi ríki geti ekki lengur staðið undir skuldum sínum, þ.e. skuldirnar séu orðnar ósjálfbærar. Grikkland, Írland og Portúgal þurftu að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar vextir á þeirra ríkisbréfum fóru í 7%.

Markaðir í Evrópu hafa tekið illa í þessa þróun og eru rauðar tölur á öllum þeim helstu í augnablikinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×