Viðskipti erlent

Nokia ætlar að segja upp 10.000 manns

Farsímafyrirtækið Nokia hefur tilkynnt að um 10.000 starfsmönnum þess verði sagt upp í áföngum fram til ársloka á næsta ári.

Samhliða hefur fyrirtækið dregið úr væntingum sínum um hagnað af rekstrinum á þessu ári. Með uppsögnunum er ætlunin að spara um 1,6 millljarða evra.

Einnig ætlar Nokia að selja lúxusfarsímaframleiðslu sína Vertu til sænska fjárfestingarsjóðsins EQT. Söluverðið er ekki gefið upp.

Í frétt á börsen um málið segir að yfirmenn hjá Nokia muni ekki fara varhluta af þeim þeim uppsögnum sem framundan eru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×