Viðskipti erlent

Spánverjar biðja formlega um neyðaraðstoð frá ESB

Spánverjar hafa nú formlega farið fram á neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu til að bjarga bönkum landsins.

Efnahagsmálaráðherra Spánar mun hafa sent bréf til Jean-Claude Junkers formanns evrusvæðisins í morgun þar sem beiðnin er sett fram. Ráðherrann vænist þess að gengið verði frá neyðaraðstoðinni með viljayfirlýsingu fyrir 9. júlí.

Evrópskir fjölmiðlar segja að ákveðin upphæð sé ekki nefnd í bréfinu en flestir telja að um 100 milljarða evra verði að ræða. Sjálfir segjast Spánverjar þurfa 62 milljarða evra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×