David Cameron segir framferði Barclays manna hneyksli Magnús Halldórsson skrifar 2. júlí 2012 16:11 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir framferði starfsmanna Barclays-bankans, og eftir atvikum annarra bankamanna, er varðar vaxtasvindl bankans vera hneyksli og tilkynnti um það í breska þinginu í dag að ítarleg rannsókn myndi fara fram á starfsháttum banka í landinu. Barclays bankinn samþykkti að greiða 290 milljónir punda í sekt til breska fjármálaeftirlitsins (FSA), jafnvirði tæplega 60 milljarða króna, vegna markaðsmisnotkunar bankans á millibankamarkaði með vexti. Stjórnarformaður Barclays undafarin sex ár, Marcus Agius, sagði upp stöfum vegna málsins í morgun en hann hafði áður neitað að taka við bónusgreiðslu líkt og forstjóri bankans, Bob Diamond. „Framkoma bankamanna í þessu máli er fullkomlega með ólíkindum, og algjörlega óásættanleg," sagði Cameron m.a. í ræðu sinni í þinginu. „Bankamenn sem brutu lög, ættu að fá refsingu," sagði Cameron. Brot bankans snéru að því að lánatökukostnaður, þ.e. álag á lán frá öðrum bönkum, var minni en hann átti að vera, og var staða bankans þannig fegruð. FSA segir brotin vera þau alvarlegustu sem eftirlitið hafi sektað fyrir í sögu eftirlitsins. Rannsókn á bankageiranum breska verður beint heildrænt gegn geiranum í heild, en ekki aðeins að brotum Barclays. Sérstök rannsókn mun fara fram um millibankavaxtamálið, og hefur SFO þegar hafið þá rannsókn. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir framferði starfsmanna Barclays-bankans, og eftir atvikum annarra bankamanna, er varðar vaxtasvindl bankans vera hneyksli og tilkynnti um það í breska þinginu í dag að ítarleg rannsókn myndi fara fram á starfsháttum banka í landinu. Barclays bankinn samþykkti að greiða 290 milljónir punda í sekt til breska fjármálaeftirlitsins (FSA), jafnvirði tæplega 60 milljarða króna, vegna markaðsmisnotkunar bankans á millibankamarkaði með vexti. Stjórnarformaður Barclays undafarin sex ár, Marcus Agius, sagði upp stöfum vegna málsins í morgun en hann hafði áður neitað að taka við bónusgreiðslu líkt og forstjóri bankans, Bob Diamond. „Framkoma bankamanna í þessu máli er fullkomlega með ólíkindum, og algjörlega óásættanleg," sagði Cameron m.a. í ræðu sinni í þinginu. „Bankamenn sem brutu lög, ættu að fá refsingu," sagði Cameron. Brot bankans snéru að því að lánatökukostnaður, þ.e. álag á lán frá öðrum bönkum, var minni en hann átti að vera, og var staða bankans þannig fegruð. FSA segir brotin vera þau alvarlegustu sem eftirlitið hafi sektað fyrir í sögu eftirlitsins. Rannsókn á bankageiranum breska verður beint heildrænt gegn geiranum í heild, en ekki aðeins að brotum Barclays. Sérstök rannsókn mun fara fram um millibankavaxtamálið, og hefur SFO þegar hafið þá rannsókn.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira