Blóðugur niðurskurður á Spáni BBI skrifar 11. júlí 2012 16:00 Blóðug kona umkringd óeirðarlögreglumönnum eftir átök í Madrid í dag. Mynd/AFP Ríkisstjórn Spánar kynnti í dag víðfermar niðurskurðaráætlanir og skattahækkanir. Óeirðir og mótmæli urðu á götum landsins og í Madrid kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Aðhaldsaðgerðirnar eru í tengslum við neyðarlán sem Spánn fékk frá Evrópusambandinu til að standa undir fjármögnun bankakerfisins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fagnað aðgerðunum sem boðaðar voru í dag. Forsætisráðherran Mariano Rajoy sagði þingheimi að aðhaldsaðgerðir hans yrðu að koma til framkvæmda strax. Meðal aðgerðanna mun virðisaukaskattur hækka úr 18% í 21%. Jólabónus ríkisstarfsmanna verður afnuminn. Styrkir til stjórnmálaflokka minnka um 20% á næsta ári. Atvinnuleysisbætur lækka. Uppi eru áform um nýja óbeina skatta á orku. Ýmis samgöngumannvirki verða einkavædd. Virðisaukaskattahækkunin er ekki í samræmi við kosningaloforð Rajoy. Það er ekki lengra en 6 mánuðir síðan Rajoy fullyrti að ekki stæði til að hækka virðisaukaskattinn. Breyttar aðstæður hafa valdið þessari stefnubreytingu hans að eigin sögn. Lífeyrisþegar munu aftur á móti halda óbreyttum kjörum í bili og þar með tekst Rajoy að standa við eitt af kosningaloforðum sínum. Í Madrid kom til átaka þegar námuverkmenn mótmæltu. Lögregla skaut gúmmíboltum að verkamönnunum sem nutu stuðnings fjölda fólks. Einhverjir slösuðust og nokkrir voru handteknir. Leiðtogar iðnaðar í landinu vara við því að aðgerðir stjórnarinnar muni fæla ferðamenn frá landinu sem muni kosta þúsundir manna atvinnuna. Spánn er fjórða stærsta hagkerfi evrusvæðisins. Aðstæður í landinu eru vissulega átakanlegar. Atvinumál eru í miklum ólestri. Einn af hverjum fjórum er atvinnulaus og aðeins annað hvert ungmenni hefur vinnu. Ástandið í atvinnumálum er því svartara en í Grikklandi. Húsnæðisverð hefur fallið um 25% frá árinu 2008 og bankakerfi landsins er á brauðfótum.Umfjöllun BBC. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ríkisstjórn Spánar kynnti í dag víðfermar niðurskurðaráætlanir og skattahækkanir. Óeirðir og mótmæli urðu á götum landsins og í Madrid kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Aðhaldsaðgerðirnar eru í tengslum við neyðarlán sem Spánn fékk frá Evrópusambandinu til að standa undir fjármögnun bankakerfisins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fagnað aðgerðunum sem boðaðar voru í dag. Forsætisráðherran Mariano Rajoy sagði þingheimi að aðhaldsaðgerðir hans yrðu að koma til framkvæmda strax. Meðal aðgerðanna mun virðisaukaskattur hækka úr 18% í 21%. Jólabónus ríkisstarfsmanna verður afnuminn. Styrkir til stjórnmálaflokka minnka um 20% á næsta ári. Atvinnuleysisbætur lækka. Uppi eru áform um nýja óbeina skatta á orku. Ýmis samgöngumannvirki verða einkavædd. Virðisaukaskattahækkunin er ekki í samræmi við kosningaloforð Rajoy. Það er ekki lengra en 6 mánuðir síðan Rajoy fullyrti að ekki stæði til að hækka virðisaukaskattinn. Breyttar aðstæður hafa valdið þessari stefnubreytingu hans að eigin sögn. Lífeyrisþegar munu aftur á móti halda óbreyttum kjörum í bili og þar með tekst Rajoy að standa við eitt af kosningaloforðum sínum. Í Madrid kom til átaka þegar námuverkmenn mótmæltu. Lögregla skaut gúmmíboltum að verkamönnunum sem nutu stuðnings fjölda fólks. Einhverjir slösuðust og nokkrir voru handteknir. Leiðtogar iðnaðar í landinu vara við því að aðgerðir stjórnarinnar muni fæla ferðamenn frá landinu sem muni kosta þúsundir manna atvinnuna. Spánn er fjórða stærsta hagkerfi evrusvæðisins. Aðstæður í landinu eru vissulega átakanlegar. Atvinumál eru í miklum ólestri. Einn af hverjum fjórum er atvinnulaus og aðeins annað hvert ungmenni hefur vinnu. Ástandið í atvinnumálum er því svartara en í Grikklandi. Húsnæðisverð hefur fallið um 25% frá árinu 2008 og bankakerfi landsins er á brauðfótum.Umfjöllun BBC.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira