Viðskipti erlent

Hlutabréf í Facebook hröpuðu eftir uppgjör

Hlutabréf í Facebook hröpuðu niður í 24 dollara stykkið í gærkvöldi eftir að Facebook birti uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung.

Samkvæmt uppgjörinu tapaði Facebook 157 milljónum dollara en á sama tímabili í fyrra var 240 milljón dollara hagnaður af starfseminni.

Í uppgjörinu kemur fram að tekjur Facebook hafa minnkað verulega undanfarna mánuði og þar er ekki að finna nein jákvæð teikn um að sú þróun muni snúast við.

Þegar Facebook var sett á markað í maí s.l. var verð hlutabréfa 38 dollara. Þau hafa því tapað þriðjungi af verðmæti sínu síðan í vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×