Samskiptamiðlar slíta barnsskónum og málin flækjast 26. júlí 2012 11:50 Bandaríska greiningarfyrirtækið Gartner áætlar að tekjur samskiptamiðla á þessu ári komi til með að nema tæpum 17 milljörðum dollara, eða það sem nemur 2.114 milljörðum íslenskra króna. mynd/AFP Bandaríska greiningarfyrirtækið Gartner áætlar að tekjur samskiptamiðla á þessu ári komi til með að nema tæpum 17 milljörðum dollara, eða það sem nemur 2.114 milljörðum íslenskra króna. Helmingur upphæðarinnar kemur frá auglýsingatekjum. Heildartekjur samskiptamiðla á síðasta ári námu 11.8 milljörðum dollara eða um 1.468 milljörðum króna. Samanlagðar tekjur þessara félaga aukast því um 43 prósent milli ára samkvæmt Gartner. Flóra samskiptamiðla er afar fjölbreytt og þúsundir slíkra vefsíðna má finna á veraldarvefnum. Samt sem áður eru nokkrar síður sem tróna yfir öðrum. Notendafjöldi miðla eins og Facebook, Twitter og Spotify hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár — nú er talið að rúmlega milljarður manna notist við samskiptamiðla á degi hverjum. Í þessum efnum er Fésbókin fremst meðal jafningja en rúmlega 900 milljón manns nota síðuna að staðaldri. En þrátt fyrir þessar vinsældir hafa samskiptamiðlar átt í miklum erfiðleikum með að virkja tekjulindir sínar. Eins og áður segir eru auglýsingar uppistaðan í tekjuöflun þessara fyrirtækja, það skýtur því skökku við þegar litið er á viðskiptaáætlanir miðla eins og Facebook og Twitter sem hafa hingað til ekki auglýst í smáforritum sínum. Þannig birtast auglýsingar aðeins þegar tengst er síðunum í gegnum tölvu.Frá höfuðstöðvum Twitter í San Francisco.mynd/AFPNeha Gupta, greinandi hjá Gartner, telur að samskiptamiðlarnir hafi nú slitið barnsskónum og að á næstum árum muni viðskiptamódel þeirra taka stakkaskiptum. Þannig mun hægjast á notendaaukningu og um leið munu stjórnendur þessara miðla geta einbeitt sér að verkfræðilegum vandamálum sem fylgja því að smíða auglýsingar sem eru sérsniðnar að notendum — rétt eins og Facebook einblínir nú á. „Tekjumöguleikarnir eru fjölbreyttir en við munum þó ekki sjá þessa möguleika nýtta fyrr en í fyrsta lagi árið 2016," segir Gupta. „Vinsældir samskiptamiðla hafa fyrst og fremst áhrif á auglýsendur. Krafan á þessa miðla er sú að sérsníða þjónustu sína að auglýsingageiranum, sama hvort að sú þjónusta tekur til vörusölu eða rannsókna á atferli og viðskiptaháttum neytenda." Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Bandaríska greiningarfyrirtækið Gartner áætlar að tekjur samskiptamiðla á þessu ári komi til með að nema tæpum 17 milljörðum dollara, eða það sem nemur 2.114 milljörðum íslenskra króna. Helmingur upphæðarinnar kemur frá auglýsingatekjum. Heildartekjur samskiptamiðla á síðasta ári námu 11.8 milljörðum dollara eða um 1.468 milljörðum króna. Samanlagðar tekjur þessara félaga aukast því um 43 prósent milli ára samkvæmt Gartner. Flóra samskiptamiðla er afar fjölbreytt og þúsundir slíkra vefsíðna má finna á veraldarvefnum. Samt sem áður eru nokkrar síður sem tróna yfir öðrum. Notendafjöldi miðla eins og Facebook, Twitter og Spotify hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár — nú er talið að rúmlega milljarður manna notist við samskiptamiðla á degi hverjum. Í þessum efnum er Fésbókin fremst meðal jafningja en rúmlega 900 milljón manns nota síðuna að staðaldri. En þrátt fyrir þessar vinsældir hafa samskiptamiðlar átt í miklum erfiðleikum með að virkja tekjulindir sínar. Eins og áður segir eru auglýsingar uppistaðan í tekjuöflun þessara fyrirtækja, það skýtur því skökku við þegar litið er á viðskiptaáætlanir miðla eins og Facebook og Twitter sem hafa hingað til ekki auglýst í smáforritum sínum. Þannig birtast auglýsingar aðeins þegar tengst er síðunum í gegnum tölvu.Frá höfuðstöðvum Twitter í San Francisco.mynd/AFPNeha Gupta, greinandi hjá Gartner, telur að samskiptamiðlarnir hafi nú slitið barnsskónum og að á næstum árum muni viðskiptamódel þeirra taka stakkaskiptum. Þannig mun hægjast á notendaaukningu og um leið munu stjórnendur þessara miðla geta einbeitt sér að verkfræðilegum vandamálum sem fylgja því að smíða auglýsingar sem eru sérsniðnar að notendum — rétt eins og Facebook einblínir nú á. „Tekjumöguleikarnir eru fjölbreyttir en við munum þó ekki sjá þessa möguleika nýtta fyrr en í fyrsta lagi árið 2016," segir Gupta. „Vinsældir samskiptamiðla hafa fyrst og fremst áhrif á auglýsendur. Krafan á þessa miðla er sú að sérsníða þjónustu sína að auglýsingageiranum, sama hvort að sú þjónusta tekur til vörusölu eða rannsókna á atferli og viðskiptaháttum neytenda."
Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira