Viðskipti erlent

Bandaríkjamenn varaðir við verðhækkunum á matvælum

Bandaríska landbúnaðarráðuneytið hefur varað almenning í Bandaríkjunum við því að töluverðar verðhækkanir eru framundan á matvælum í landinu.

Ástæðan er hinir miklu þurrkar sem herjað hafa á Bandaríkin í sumar og valdið uppskerubresti. Sá uppskerubrestur hefur valdið miklum verðhækkunum á korni, sojabaunum og hveiti sem að stórum hluta er notað í dýrafóður. Verðhækkanir á dýrafóðri valda svo því að verð á mjólk, eggjum og kjöti mun hækka töluvert.

Landbúnaðarráðuneytið segir að þessi matvæli muni hækka um 3% til 5% á næsta ári. Þar af mun nautakjöt hækka mest í verði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×