Viðskipti erlent

Viðskiptaráðherra Breta flæktur inn í HSBC hneykslið

Lord Green viðskipta- og fjárfestingarmálaráðherra Bretlands er flæktur inn í HSBC hneykslið.

Nafn hans kemur fram í skýrslu bandarísku rannsóknarnefndarinnar en þar segir að Green hafi ekki náð að stöðva umfangsmikið peningaþvætti bankans fyrir glæpamenn þegar hann gengdi stöðu stjórnarformanns í HSBC á árunum 2006 til 2010.

Green var þó á þessum tíma varaður við að banki hans stæði í peningaþvætti fyrir fíkniefnagengi í Mexíkó. Fyrir utan að vera stjórnarformaður bankans á fyrrgreindu tímabili var Green forstjóri HSBC á árunum 2003 til 2006.

Fjallað er um málið í The Guardian en þar kemur fram að Lord Green hafi það hlutverk meðan á Ólympíleikunum stendur að laða að erlenda fjárfesta til Bretlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×