Óttast „sáfræðilegar afleiðingar“ fyrir Evrópu Magnús Halldórsson skrifar 5. ágúst 2012 19:45 Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, segist óttast að kreppan á evrusvæðinu geti haft „sálfræðilegar afleiðingar" fyrir alla álfuna ef ekki tekst að ná sátt um aðgerðir þar sem neyðin er stærst. Þetta kom fram í viðtali þýska blaðsins Spiegel við Monti en breska ríkisútvarpið BBC vitnar til þess í umfjöllun á vefsíðu sinni. Monti óttast að þjóðir Evrópu fari í auknu mæli að hugsa um eigin hag, frekar en hag heildarinnar, ef ekki tekst að ná víðtækri sátt um mikilvægustu aðgerðirnar. Viðræður standa nú yfir milli Seðlabanka Evrópu, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og grískra stjórnvalda um endurnýjun á skilyrðum fyrir lánveitingum til Grikklands. Fulltrúar seðlabankans og AGS yfirgáfu Aþenu í dag, eftir nokkurra daga viðræður, en þær snúast að mestu hvernig útfæra eigi niðurskurðaraðgerðir hins opinbera, svo að ríkissjóður Grikklands geti greitt lánin til baka, og að pólitísk samstaða náist um þær. Haft er eftir Poul Thomsen, hagfræðingi AGS, í umfjöllun BBC að viðræðurnar hafi gengið vel og að nú sé stefnt á að ljúka þeim í byrjun september. Poul Thomsen var aðalmaður AGS hér á landi þegar íslensk stjórnvöld sömdu við AGS um fjárhagsaðstoð eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008. Hann hefur leitt vinnu AGS í Grikklandi undanfarna mánuði. Sjá má umfjöllun um BBC um þessi mál hér. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, segist óttast að kreppan á evrusvæðinu geti haft „sálfræðilegar afleiðingar" fyrir alla álfuna ef ekki tekst að ná sátt um aðgerðir þar sem neyðin er stærst. Þetta kom fram í viðtali þýska blaðsins Spiegel við Monti en breska ríkisútvarpið BBC vitnar til þess í umfjöllun á vefsíðu sinni. Monti óttast að þjóðir Evrópu fari í auknu mæli að hugsa um eigin hag, frekar en hag heildarinnar, ef ekki tekst að ná víðtækri sátt um mikilvægustu aðgerðirnar. Viðræður standa nú yfir milli Seðlabanka Evrópu, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og grískra stjórnvalda um endurnýjun á skilyrðum fyrir lánveitingum til Grikklands. Fulltrúar seðlabankans og AGS yfirgáfu Aþenu í dag, eftir nokkurra daga viðræður, en þær snúast að mestu hvernig útfæra eigi niðurskurðaraðgerðir hins opinbera, svo að ríkissjóður Grikklands geti greitt lánin til baka, og að pólitísk samstaða náist um þær. Haft er eftir Poul Thomsen, hagfræðingi AGS, í umfjöllun BBC að viðræðurnar hafi gengið vel og að nú sé stefnt á að ljúka þeim í byrjun september. Poul Thomsen var aðalmaður AGS hér á landi þegar íslensk stjórnvöld sömdu við AGS um fjárhagsaðstoð eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008. Hann hefur leitt vinnu AGS í Grikklandi undanfarna mánuði. Sjá má umfjöllun um BBC um þessi mál hér.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira