Peston: Getur SFO lifað af „Tchenguiz-skandalinn“? Magnús Halldórsson skrifar 3. ágúst 2012 13:26 Vincent Tchenguiz. Robert Peston, viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, spyr að því í fyrirsögn pistils um aðgerðir bresku efnahagsbrotadeildarinnar, SFO, gegn Tchenguiz-bræðrunum Roberti og Vincent hvort stofnunin geti lifað það af, að öllum málatilbúnaði deildarinnar hafi verið vísað frá dómi. Þá auki það enn á vandann að Vincent Tchenguiz hyggst fara í máli við SFO og krefjast 100 milljóna punda, jafnvirði um 19 milljarða króna, í bætur vegna þess fjárhagstjóns sem hann varð fyrir við aðgerðirnar gegn sér. Ítarlegt viðtal birtist á dögunum við Vincent Tchenguiz í Fréttablaðinu, þar sem hann tjáði sig um aðgerðir SFO og hvernig málin horfðu við honum. Peston segir að SFO hafi aldri notið mikillar virðingar innan lögreglunnar í Bretlandi og ekki heldur innan Fjármálaeftirlitsins, sem líti á sig sem „varðhund" í City-hverfinu í London, þar sem stærstu fjármálastofnanir landsins eru með starfsemi. Peston segir að SFO sé kerfisbundið fjársvelt og það sér þvert á það sem Fjármálaeftirlitið breska upplifi þessa dagana. Í fjárlögum fyrir 2008 til 2009 hafi SFO fengið 53 milljónir punda til ráðstöfunar, 2009 til 2010 hafi upphæðin verið komin niður í 36 milljónir punda og 2010 til 2011 hafi upphæðin verið 33 milljónir punda. Á sam tíma hafi fjárveitingar til breska fjármálaeftirlitsins, FSA, aukist um 11 prósent milli ára og hafi verið 75,4 milljónir punda. Sjá má pistil Peston í heild sinni hér. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Robert Peston, viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, spyr að því í fyrirsögn pistils um aðgerðir bresku efnahagsbrotadeildarinnar, SFO, gegn Tchenguiz-bræðrunum Roberti og Vincent hvort stofnunin geti lifað það af, að öllum málatilbúnaði deildarinnar hafi verið vísað frá dómi. Þá auki það enn á vandann að Vincent Tchenguiz hyggst fara í máli við SFO og krefjast 100 milljóna punda, jafnvirði um 19 milljarða króna, í bætur vegna þess fjárhagstjóns sem hann varð fyrir við aðgerðirnar gegn sér. Ítarlegt viðtal birtist á dögunum við Vincent Tchenguiz í Fréttablaðinu, þar sem hann tjáði sig um aðgerðir SFO og hvernig málin horfðu við honum. Peston segir að SFO hafi aldri notið mikillar virðingar innan lögreglunnar í Bretlandi og ekki heldur innan Fjármálaeftirlitsins, sem líti á sig sem „varðhund" í City-hverfinu í London, þar sem stærstu fjármálastofnanir landsins eru með starfsemi. Peston segir að SFO sé kerfisbundið fjársvelt og það sér þvert á það sem Fjármálaeftirlitið breska upplifi þessa dagana. Í fjárlögum fyrir 2008 til 2009 hafi SFO fengið 53 milljónir punda til ráðstöfunar, 2009 til 2010 hafi upphæðin verið komin niður í 36 milljónir punda og 2010 til 2011 hafi upphæðin verið 33 milljónir punda. Á sam tíma hafi fjárveitingar til breska fjármálaeftirlitsins, FSA, aukist um 11 prósent milli ára og hafi verið 75,4 milljónir punda. Sjá má pistil Peston í heild sinni hér.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira