Hrun tölvukerfis Royal Bank of Scotland kostar 125 milljónir punda Magnús Halldórsson skrifar 3. ágúst 2012 10:44 Hrun tölvukerfis Royal Bank of Scotland er að reynast bankanum dýrkeypt, en upplýst var um það í dag að bankinn þarf að greiða völdum viðskiptavinum bankans 125 milljónir punda, eða sem nemur 23,75 milljörðum króna. Vegna hruns tölvukerfisins lentu viðskiptavinir bankans í erfiðleikum með að nálgast fjármuni sína yfir tveggja vikna tímabil í júní, með fyrrgreindum afleiðingum fyrir bankann. Um þetta var upplýst þegar bankinn tilkynnti um afkomu sína á fyrstu sex mánuðum ársins, en bankinn tapaði 1,5 milljarði punda á því tímabili. Á sama tímabili í fyrra tapaði bankinn 794 milljónum punda, eða sem nemur ríflega 15 milljörðum króna. Tekjur bankans á fyrrnefndu tímabili féllu um 8 prósent frá fyrra ári, og námu 13,2 milljörðum punda, jafnvirði 2.500 milljarða króna. Breska ríkið á mikla hagsmuni undir þegar kemur að Royal Bank of Scotland en ríkið þjóðnýtti 82 prósent hlut í bankanum haustið 2008, eftir fall Lehman Brothers, og er nú sagt leita leiða til þess að kaupa afganginn af hlutafénu til þess að auka líkur á því að geta selt bankann innan næstu tveggja ára, eins og að er stefnt. Sjá má frétt breska ríkisútvarpsins BBC um málið, hér. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hrun tölvukerfis Royal Bank of Scotland er að reynast bankanum dýrkeypt, en upplýst var um það í dag að bankinn þarf að greiða völdum viðskiptavinum bankans 125 milljónir punda, eða sem nemur 23,75 milljörðum króna. Vegna hruns tölvukerfisins lentu viðskiptavinir bankans í erfiðleikum með að nálgast fjármuni sína yfir tveggja vikna tímabil í júní, með fyrrgreindum afleiðingum fyrir bankann. Um þetta var upplýst þegar bankinn tilkynnti um afkomu sína á fyrstu sex mánuðum ársins, en bankinn tapaði 1,5 milljarði punda á því tímabili. Á sama tímabili í fyrra tapaði bankinn 794 milljónum punda, eða sem nemur ríflega 15 milljörðum króna. Tekjur bankans á fyrrnefndu tímabili féllu um 8 prósent frá fyrra ári, og námu 13,2 milljörðum punda, jafnvirði 2.500 milljarða króna. Breska ríkið á mikla hagsmuni undir þegar kemur að Royal Bank of Scotland en ríkið þjóðnýtti 82 prósent hlut í bankanum haustið 2008, eftir fall Lehman Brothers, og er nú sagt leita leiða til þess að kaupa afganginn af hlutafénu til þess að auka líkur á því að geta selt bankann innan næstu tveggja ára, eins og að er stefnt. Sjá má frétt breska ríkisútvarpsins BBC um málið, hér.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira