Samsung gefur ekkert eftir - kynnir nýja vörulínu 30. ágúst 2012 11:02 Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung kynnti nýjustu vörulínu sína á IFA tækniráðstefnunni í Berlín í gær. Enginn uppgjafartónn er í Samsung, þrátt fyrir slæma niðurstöðu í dómsmáli gegn Apple á dögunum. Samsung hefur lengi vel verið þekkt fyrir tilraunastarfsemi og að fara ótroðnar slóðir. Þetta sannaðist í gær þegar fyrirtækið opinberaði stafræna myndavél sem knúin er af Android-stýrikerfinu, Windows 8 snjallsíma og spjaldtölvu sem knúin er af sérhannaðri útgáfu Windows 8 stýrikerfisins. Þá var einnig ný útgáfa af Galaxy Note kynnt til sögunnar — svokallað snjallbretti — sem er stærri en flestir snjallsímar og minni en nær allar spjaldtölvur.Snjallbretti. Uppfærð útgáfa af Galaxy Note var kynnt í gær.mynd/AFPÞetta eru fyrstu vörurnar sem Samsung kynnir til leiks eftir að fyrirtækið var sektað um milljarð dollara fyrir að hafa brotið á lögum um hugverkavernd. Upphæðin nemur tæpum 123 milljörðum íslenskra króna. Líklegt þykir að Samsung muni áfrýja dóminum. Þá hefur Apple farið fram á lögbann á nokkrum snjallsímum Samsung í Bandaríkjunum. Það skiptir því miklu máli fyrir Samsung að halda í viðskiptavini sína — nýjar og framúrstefnulegar vörur skipta sköpum í þeim efnum. Samsung er nú fyrst farið að finna fyrir raunverulegum áhrifum dómsins. Markaðsvirði fyrirtækisins hrundi þegar markaðir opnuðu á mánudaginn. Þá hefur vefsíðan Gazelle, sem selur notaða farsíma, greint frá því að 50 prósenta aukning hafi orðið í seldum Samsung snjallsímum í þessari viku.Hægt er að sjá myndband frá kynningu Galaxy Note 2 hér fyrir ofan. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung kynnti nýjustu vörulínu sína á IFA tækniráðstefnunni í Berlín í gær. Enginn uppgjafartónn er í Samsung, þrátt fyrir slæma niðurstöðu í dómsmáli gegn Apple á dögunum. Samsung hefur lengi vel verið þekkt fyrir tilraunastarfsemi og að fara ótroðnar slóðir. Þetta sannaðist í gær þegar fyrirtækið opinberaði stafræna myndavél sem knúin er af Android-stýrikerfinu, Windows 8 snjallsíma og spjaldtölvu sem knúin er af sérhannaðri útgáfu Windows 8 stýrikerfisins. Þá var einnig ný útgáfa af Galaxy Note kynnt til sögunnar — svokallað snjallbretti — sem er stærri en flestir snjallsímar og minni en nær allar spjaldtölvur.Snjallbretti. Uppfærð útgáfa af Galaxy Note var kynnt í gær.mynd/AFPÞetta eru fyrstu vörurnar sem Samsung kynnir til leiks eftir að fyrirtækið var sektað um milljarð dollara fyrir að hafa brotið á lögum um hugverkavernd. Upphæðin nemur tæpum 123 milljörðum íslenskra króna. Líklegt þykir að Samsung muni áfrýja dóminum. Þá hefur Apple farið fram á lögbann á nokkrum snjallsímum Samsung í Bandaríkjunum. Það skiptir því miklu máli fyrir Samsung að halda í viðskiptavini sína — nýjar og framúrstefnulegar vörur skipta sköpum í þeim efnum. Samsung er nú fyrst farið að finna fyrir raunverulegum áhrifum dómsins. Markaðsvirði fyrirtækisins hrundi þegar markaðir opnuðu á mánudaginn. Þá hefur vefsíðan Gazelle, sem selur notaða farsíma, greint frá því að 50 prósenta aukning hafi orðið í seldum Samsung snjallsímum í þessari viku.Hægt er að sjá myndband frá kynningu Galaxy Note 2 hér fyrir ofan.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira