Viðskipti erlent

Skuldir Bandaríkjanna rjúfa 16 trilljón dollara múrinn

Erlendar skuldir Bandaríkjanna eru komnar yfir 16 trilljónir dollara eða 16 þúsund milljarða dollara sem samsvarar því að hver Bandaríkjamaður skuldi um 50.000 dollara að rúmlega sex milljónir króna.

Þessar skuldir Bandaríkjanna hafa vaxið um yfir 5 trilljónir dollara í stjórnartíð Barack Obama Bandaríkjaforseta.

Hvað varðar skuldir á mann eru Bandaríkjamenn aðeins hálfdrættingar á við Íslendinga en erlendar skuldir Íslendinga samsvara rúmlega 11 millljónum króna á mann. Þá er ekki gert ráð fyrir innlánsstofnunum í slitameðferð. Væru þær teknar með myndi upphæðin þrefaldast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×