NFL: Nóg af óvæntum úrslitum - Arizona vann New England á Gillette-vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2012 10:30 Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots. Mynd/Nordic Photos/Getty Það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum í fyrstu tveimur umferðunum í ameríska fótboltanum og fjörið var mikið í gær þegar fullt af athyglisverðum leikjum fóru fram í deildinni. Fimm félög hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en það eru Houston Texans, San Diego Chargers, Philadelphia Eagles, Arizona Cardinals og San Francisco 49'ers. Nú eiga líka bara sex félög eftir að vinna leik en það eru New Orleans Saints, Cleveland Browns, Jacksonville Jaguars, Tennessee Titans, Kansas City Chiefs and Oakland Raiders. New England Patriots tapaði mjög óvænt 18-20 á heimavelli á móti Arizona Cardinals í gær en Tom Brady og félagar voru í miklum vandræðum á Gillette-vellinum. Sparkarinn Stephen Gostkowski átti þó möguleika að vinna leikinn í lokin en mistókst að skora 42 jarda vallarmark. New Orleans Saints er búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum en félagið gekk í gegnum mikinn ólgusjó fyrir tímabilið og missti þjálfara sinn meðal annars í bann eftir að upp komst um að leikmenn liðsins fengu bónusgreiðslur fyrir að meiða andstæðinga sína. Þetta mál hefur augljóslega haft mikil áhrif en Saints-liðið tapaði 27-35 á móti Carolina Panthers í gær. Michael Vick og félagar í Philadelphia Eagles eru aftur á móti búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína með einu marki eftir 24-23 sigur á Baltimore Ravens í gær og það þrátt fyrir að liðið sé búið að tapa níu boltum í þessum tveimur hnífjöfnum leikjum. Eli Manning, leikstjórnandi New York Giants, varð aðeins þrettándi maðurinn í sögu NFL-deildarinnar til að kasta yfir 500 jarda í einum leik þegar meistarar New York Giants unnu 41-34 sigur á Tampa Bay Buccaneers. Manning byrjaði leikinn illa en leiddi sína menn til sigurs í seinni hálfleik. Nýliðinn Andrew Luck, leikstjórnandi Indianapolis Colts, vann sinn fyrsta leik í gær þegar liðið hans fagnaði 23-20 sigri á móti Minnesota Vikings. Luck, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu, féll í skuggann af Robert Griffin III um síðustu helgi en Griffin var valinn annar. Griffin fór á kostum með Washington Redskins í sigri í fyrsta leik en varð að sætta sig við fyrsta tapið á NFL-ferlinum í gær þegar R tapaði 28-31 á móti St Louis Rams. Griffin skilaði samt flottum tölum annan leikinn í röð og er til alls líklegur á tímabilinu. Dallas Cowboys liðið vann góðan sigur á meisturum New York Giants í fyrstu umferð en fékk hinsvegar skell á móti Seattle Seahawks, 7-27, í gær. Umferðinni líkur síðan í kvöld þegar Atlanta Falcons tekur á móti Peyton Manning og félögum í Denver Broncos en bæði liðin unnu sinn leik í fyrstu umferðinni.Úrslit allra leikja í NFL-deildinni í gær: New York Giants-Tampa Bay Buccaneers 41-34 Carolina Panthers-New Orleans Saints 35-27 New England Patriots-Arizona Cardinals 18-20 Indianapolis Colts-Minnesota Vikings 23-20 Philadelphia Eagles-Baltimore Ravens 24-23 Buffalo Bills-Kansas City Chiefs 35-17 Cincinnati Bengals-Cleveland Browns 34-27 Jacksonville Jaguars-Houston Texans 7-27 Miami Dolphins-Oakland Raiders 35-13 Seattle Seahawks-Dallas Cowboys 27-7 St. Louis Rams-Washington Redskins 31-28 Pittsburgh Steelers-New York Jets 27-10 San Diego Chargers-Tennessee Titans 38-10 San Francisco 49Ers-Detroit Lions 27-19 NFL Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum í fyrstu tveimur umferðunum í ameríska fótboltanum og fjörið var mikið í gær þegar fullt af athyglisverðum leikjum fóru fram í deildinni. Fimm félög hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en það eru Houston Texans, San Diego Chargers, Philadelphia Eagles, Arizona Cardinals og San Francisco 49'ers. Nú eiga líka bara sex félög eftir að vinna leik en það eru New Orleans Saints, Cleveland Browns, Jacksonville Jaguars, Tennessee Titans, Kansas City Chiefs and Oakland Raiders. New England Patriots tapaði mjög óvænt 18-20 á heimavelli á móti Arizona Cardinals í gær en Tom Brady og félagar voru í miklum vandræðum á Gillette-vellinum. Sparkarinn Stephen Gostkowski átti þó möguleika að vinna leikinn í lokin en mistókst að skora 42 jarda vallarmark. New Orleans Saints er búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum en félagið gekk í gegnum mikinn ólgusjó fyrir tímabilið og missti þjálfara sinn meðal annars í bann eftir að upp komst um að leikmenn liðsins fengu bónusgreiðslur fyrir að meiða andstæðinga sína. Þetta mál hefur augljóslega haft mikil áhrif en Saints-liðið tapaði 27-35 á móti Carolina Panthers í gær. Michael Vick og félagar í Philadelphia Eagles eru aftur á móti búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína með einu marki eftir 24-23 sigur á Baltimore Ravens í gær og það þrátt fyrir að liðið sé búið að tapa níu boltum í þessum tveimur hnífjöfnum leikjum. Eli Manning, leikstjórnandi New York Giants, varð aðeins þrettándi maðurinn í sögu NFL-deildarinnar til að kasta yfir 500 jarda í einum leik þegar meistarar New York Giants unnu 41-34 sigur á Tampa Bay Buccaneers. Manning byrjaði leikinn illa en leiddi sína menn til sigurs í seinni hálfleik. Nýliðinn Andrew Luck, leikstjórnandi Indianapolis Colts, vann sinn fyrsta leik í gær þegar liðið hans fagnaði 23-20 sigri á móti Minnesota Vikings. Luck, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu, féll í skuggann af Robert Griffin III um síðustu helgi en Griffin var valinn annar. Griffin fór á kostum með Washington Redskins í sigri í fyrsta leik en varð að sætta sig við fyrsta tapið á NFL-ferlinum í gær þegar R tapaði 28-31 á móti St Louis Rams. Griffin skilaði samt flottum tölum annan leikinn í röð og er til alls líklegur á tímabilinu. Dallas Cowboys liðið vann góðan sigur á meisturum New York Giants í fyrstu umferð en fékk hinsvegar skell á móti Seattle Seahawks, 7-27, í gær. Umferðinni líkur síðan í kvöld þegar Atlanta Falcons tekur á móti Peyton Manning og félögum í Denver Broncos en bæði liðin unnu sinn leik í fyrstu umferðinni.Úrslit allra leikja í NFL-deildinni í gær: New York Giants-Tampa Bay Buccaneers 41-34 Carolina Panthers-New Orleans Saints 35-27 New England Patriots-Arizona Cardinals 18-20 Indianapolis Colts-Minnesota Vikings 23-20 Philadelphia Eagles-Baltimore Ravens 24-23 Buffalo Bills-Kansas City Chiefs 35-17 Cincinnati Bengals-Cleveland Browns 34-27 Jacksonville Jaguars-Houston Texans 7-27 Miami Dolphins-Oakland Raiders 35-13 Seattle Seahawks-Dallas Cowboys 27-7 St. Louis Rams-Washington Redskins 31-28 Pittsburgh Steelers-New York Jets 27-10 San Diego Chargers-Tennessee Titans 38-10 San Francisco 49Ers-Detroit Lions 27-19
NFL Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira