Viðskipti erlent

Dollarinn féll gagnvart evru eftir tilkynningu Bernanke

Dollarinn féll töluvert gagnvart evrunni í gærkvöldi í framhaldi af því að Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna tilkynnti að peningaprentvélar bankans yrðu ræstar að nýju.

Bernanke sagði að bankinn myndi kaupa bandarísk ríkisskudabréf fyrir 40 milljarða dollara á mánuði í ótilgreindan tíma til þess að reyna að koma efnahagslífi Bandaríkjanna í uppsveiflu að nýju.

Slæmu fréttirnar fyrir Íslendinga í þessum áformum eru að heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um rúmt prósent frá því í gær enda er verðið bundið við dollarann. Tunnan af Brentolían kostaði 117 dollara í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×