Soros segir Þjóðverjum að hrökkva eða stökkva 10. september 2012 10:59 Hinn þekkti fjárfestir George Soros segir að annaðhvort verði Þjóðverjar sjálfir að yfirgefa evrusvæðið eða sjá til þess að veikari þjóðirnar innan svæðisins fái þá aðstoð sem þær þurfa. Þetta kemur fram í grein sem Soros skrifar á heimasíðu sína en margir fjölmiðlar hafa vitnað í hana um helgina. Soros segir að Evrópa horfi fram á langa kreppu ef þjóðirnar í suðurhluta evrusvæðisins (Grikkland. Ítalía, Spánn og Portúgal) fái ekki svigrúm til að vaxa út úr erfiðleikum sínum. Þetta verði best gert með frekari afléttingu á skuldabyrði þessara þjóða og því að Þjóðverjar láti af óbilgjörnum kröfum sínum um stöðugt meira aðhald hjá þeim í opinberum fjármálum sínum. „Þýskalandi á annaðhvort að vera forystuþjóðin í að þróa vaxtarstefnu, pólitíska sameiningu og jöfnun skuldabyrðarinnar og sætta sig við kostnaðinn af slíku eða yfirgefa evrusambandið í góðu samkomulagi við hinar þjóðirnar," segir Soros í samtali við Reuters um greinina á heimasíðu sinni. Soros telur að ef Þjóðverjar yfirgefi evrusvæðið muni evran verða „mýkri" gjaldmiðill undir forystu Frakka og sem slík myndi sú evra aðstoða fyrrgreindar þjóðir við að minnka innflutning sinn og auka útflutningstekjurnar á móti. Soros telur að miðað við núverandi stöðu séu allar líkur á að kreppan á evrusvæðinu standi í fimm til tíu ár í viðbót. Soros mun viðra þessar skoðanir sínar í ræðu sem hann heldur í Berlín í dag en yfirskrift þeirrar ræðu er "Harmleikur Evrópusambandsins". Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hinn þekkti fjárfestir George Soros segir að annaðhvort verði Þjóðverjar sjálfir að yfirgefa evrusvæðið eða sjá til þess að veikari þjóðirnar innan svæðisins fái þá aðstoð sem þær þurfa. Þetta kemur fram í grein sem Soros skrifar á heimasíðu sína en margir fjölmiðlar hafa vitnað í hana um helgina. Soros segir að Evrópa horfi fram á langa kreppu ef þjóðirnar í suðurhluta evrusvæðisins (Grikkland. Ítalía, Spánn og Portúgal) fái ekki svigrúm til að vaxa út úr erfiðleikum sínum. Þetta verði best gert með frekari afléttingu á skuldabyrði þessara þjóða og því að Þjóðverjar láti af óbilgjörnum kröfum sínum um stöðugt meira aðhald hjá þeim í opinberum fjármálum sínum. „Þýskalandi á annaðhvort að vera forystuþjóðin í að þróa vaxtarstefnu, pólitíska sameiningu og jöfnun skuldabyrðarinnar og sætta sig við kostnaðinn af slíku eða yfirgefa evrusambandið í góðu samkomulagi við hinar þjóðirnar," segir Soros í samtali við Reuters um greinina á heimasíðu sinni. Soros telur að ef Þjóðverjar yfirgefi evrusvæðið muni evran verða „mýkri" gjaldmiðill undir forystu Frakka og sem slík myndi sú evra aðstoða fyrrgreindar þjóðir við að minnka innflutning sinn og auka útflutningstekjurnar á móti. Soros telur að miðað við núverandi stöðu séu allar líkur á að kreppan á evrusvæðinu standi í fimm til tíu ár í viðbót. Soros mun viðra þessar skoðanir sínar í ræðu sem hann heldur í Berlín í dag en yfirskrift þeirrar ræðu er "Harmleikur Evrópusambandsins".
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira