Lygilegt snertimark tryggði Seattle sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. september 2012 10:15 Ákvörðunin umdeilda. Nordic Photos / GEtty Images Þriðju umferð tímabilsins í NFL-deildinni lauk í nótt með viðureign Seattle Seahawks og Green Bay Packers í nótt. Varadómararnir svokölluðu voru enn og aftur í sviðsljósinu. Allt stefndi í sigur Green Bay þegar að Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, átti langa sendingu frá eigin vallarhelmingi yfir í mark Green Bay um leið og leiktíminn rann út. Boltinn var gripinn samtímis af Golden Tate, samherja Wilson, og varnarmanninum MD Jennings. Dómararnir voru fyrst ekki sammála um hvort ætti að dæma snertimark eða ekki en dæmdu markið svo gilt, heimamönnum til mikillar ánægju. Seattle vann þar með viðureignina, 14-12, í jöfnum leik sem einkenndist af mikilli varnarbaráttu. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers og besti leikmaður síðasta tímabils, var tekinn niður af varnarmönnum Seattle átta sinnum í leiknum. Rodgers var skiljanlega grautfúll með niðurstöðuna í nótt og þá sérstaklega frammistöðu dómaranna. „Þetta var alveg skelfilegt. Skoðaðu bara endursýninguna sjálfur. Þetta var skelfilegt - meira segi ég ekki um þetta," sagði hann. „Ekki spyrja mig um dómarana," sagði Mike McCarthy, þjálfari Packers. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt á mínum ferli." NFL-dómarar hafa verið í verkfalli allt tímabilið og því hafa dómarar úr háskólaboltanum og hálfatvinnumannadeildum verið fengnir til að dæma leikina í haust. Þeir hafa tekið margar umdeildar ákvarðanir til þessa og snertimark Tate var sannarlega í þeim flokki. Green Bay hefur aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu en liðið þykir eitt hið allra besta í deildinni. NFL Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
Þriðju umferð tímabilsins í NFL-deildinni lauk í nótt með viðureign Seattle Seahawks og Green Bay Packers í nótt. Varadómararnir svokölluðu voru enn og aftur í sviðsljósinu. Allt stefndi í sigur Green Bay þegar að Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, átti langa sendingu frá eigin vallarhelmingi yfir í mark Green Bay um leið og leiktíminn rann út. Boltinn var gripinn samtímis af Golden Tate, samherja Wilson, og varnarmanninum MD Jennings. Dómararnir voru fyrst ekki sammála um hvort ætti að dæma snertimark eða ekki en dæmdu markið svo gilt, heimamönnum til mikillar ánægju. Seattle vann þar með viðureignina, 14-12, í jöfnum leik sem einkenndist af mikilli varnarbaráttu. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers og besti leikmaður síðasta tímabils, var tekinn niður af varnarmönnum Seattle átta sinnum í leiknum. Rodgers var skiljanlega grautfúll með niðurstöðuna í nótt og þá sérstaklega frammistöðu dómaranna. „Þetta var alveg skelfilegt. Skoðaðu bara endursýninguna sjálfur. Þetta var skelfilegt - meira segi ég ekki um þetta," sagði hann. „Ekki spyrja mig um dómarana," sagði Mike McCarthy, þjálfari Packers. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt á mínum ferli." NFL-dómarar hafa verið í verkfalli allt tímabilið og því hafa dómarar úr háskólaboltanum og hálfatvinnumannadeildum verið fengnir til að dæma leikina í haust. Þeir hafa tekið margar umdeildar ákvarðanir til þessa og snertimark Tate var sannarlega í þeim flokki. Green Bay hefur aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu en liðið þykir eitt hið allra besta í deildinni.
NFL Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira