Viðskipti erlent

Walmart-fjölskyldan ríkust í Bandaríkjunum

Fjórir meðlimir Walton fjölskyldunnar, sem stofnaði smásölurisann Walmart í Bandaríkjunum, eru á meðal þeirra tíu sem Forbes telur ríkasta fólk Bandaríkjanna. Samanlagður auður þeirra nemur meira en 100 milljörðum dala, eða sem nemur 12.500 milljörðum króna. Það jafngildir tæplega áttfaldri árlegri landsframleiðslu Íslands.

Ríkasti meðlimur Walton fjölskyldunnar er Christy Walton en auður hennar er metinn á 27,9 milljarða dala, eða sem nemur tæplega 3.500 milljörðum króna. Næstur á eftir henni er Jim Walton en eignir hans eru metnar á 26,8 milljarða dala. Þar næst er Alice Walton, með auð upp á 26,3 milljarða dala, og að lokum Robson Walton með auð upp 26,1 milljarð dala.

Þessi fjögur eru í sætum 6. til 10. á lista Forbes yfir ríkasta fólk Bandaríkjanna.

Sjá má lista Forbes yfir ríkasta fólk Bandaríkjanna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×