Fótbolti

Veigar Páll tekjuhæstur – fékk 4,5 milljónir kr í laun á mánuði

Veigar Páll Gunnarsson.
Veigar Páll Gunnarsson.
Íslenskir knattspyrnumenn sem hafa atvinnu af sínu fagi í Noregi eru margir hverjir á forstjóralaunum en norskir fjölmiðlar birtu yfirlit yfir laun leikmanna í efstu deild í dag. Veigar Páll Gunnarsson, sem í dag leikur með Stabæk, er með hæstu tekjurnar af íslensku leikmönnunum en hann var með um 4,5 milljónir kr. í laun á mánuði. Árstekjur Veigars voru um 54 milljónir kr. en hann greiddi 24,6 milljónir kr. í skatt.

Tekjur íslenskra leikmanna í efstu deild í Noregi árið 2011:

BirkirMárSævarsson, leikmaður Brann: Mánaðarlaun 2,8 milljónir kr.

Árstekjur 33,2 milljónir kr., skattur 14,4 milljónir kr.

IndriðiSigurðsson, leikmaður Viking: Mánaðarlaun 3 milljónir kr.

Árstekjur 35,9 milljónir kr., skattur 16,5 milljónir kr.

VeigarPáll Gunnarsson, leikmaður Stabæk: Mánaðarlaun 4,5 milljónir kr.

Árstekjur 54 milljónir kr., skattur 24,6 milljónir kr.

BjarniÓlafurEiríksson, leikmaður Stabæk: Mánaðarlaun 1,3 milljónir kr.

Árstekjur 15,5 milljónir kr., skattur 6,2 milljónir kr.

KristjánÖrnSigurðsson, leikmaður Hönefoss: Mánaðarlaun 1,5 milljónir kr.

Árstekjur 17,6 milljónir kr., skattur 7,4 milljónir kr.

PálmiRafnPálmason, leikmaður Lilleström: Mánaðarlaun 2,3 milljónir kr.

Árstekjur 27,5 milljónir kr., skattur 11,8 milljónir kr.

StefánLogiMagnússon, leikmaður Lilleström: Mánaðarlaun 1,5 milljónir kr.

Árstekjur 17,9 milljónir kr., skattur 7,2 milljónir.

Engar upplýsingar liggja fyrir um árslaun hjá BirniBergmanniSigurðarsyni sem var á mála hjá Lilleström. Björn er leikmaður Wolves á Englandi.

SteinþórÞorsteinsson, Sandnes Ulf og AndrésMárJóhannesson hjá Haugesund eru ekki á þessum lista þar sem um er að ræða tekjur frá árinu 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×